Annar stór kostur við All-on-4 tæknina er að gervitennur eru festar á tannplanta með hárréttum vinkli sem þýðir að hægt er að nota þessa tækni án þess að þörf sé á beinuppbyggingu, jafnvel þar sem ekki er nægilegt bein til staðar. Þessvegna tekur meðferðin styttri tíma, sjúklingurinn er fljótari að jafna sig og verðið því hagstæðara. Með þessu móti er hægt að losna við óþægindi vegna aðgerðar og fjárhagslega byrði á sama tíma og lífsgæðin eru aukin með tilkomu nýrra og fullkominna tanna.

All-on-4 meðferðin, skref fyrir skref

1. Ráðgjöf

Til að byrja með skoðar tannlæknir ástand tanna og kjálkabyggingu. Hann skoðar röntgen- og CT Scan myndir til þess að fá sem nákvæmastar upplýsingar til að ákveða stærð og stöðu tannplanta í munninum. Einnig svarar hann öllum þeim spurningum sem kunna að vakna. Síðan er útbúið tilboð og nákvæm meðferðaráætlun fyrir þig.


2. Ísetning tannplanta og brú fest til bráðabirgða

Eftir ráðgjöf og skoðun er hægt að festa tíma fyrir aðgerðina. Ferlið gengur þannig fyrir sig að fjórum til sex tannplöntum er komið fyrir í efri gómi og fjórum í neðri gómi og gengið úr skugga um að tannbrýr í báðum gómum séu vel festar og stöðugar. Ef fjarlægja þarf ónothæfar tennur er það gert á sama tíma. Þú getur því gengið út með nothæfar bráðabirgðatennur þann sama dag. Notast er við staðdeyfingu (með sprautu) svo aðgerðin er nánast sársaukalaus. Einnig er möguleiki að fá svæfingu.  Að aðgerð lokinni má búast við svolítilli bólgu og óþægindum í andliti. Hægt er að vinna hratt á þeim einkennum með verkjalyfjum eða með því að leggja ísmola við bólguna.


3. Innsetning gervitanna 

Það tekur góminn 3-6 mánuði að jafna sig eftir að tannplanti hefur verið settur í hann. Á því timabili er mikilvægt að hreinsa vel tennur og munn því tannplantinn, sem er ígildi tannrótar, festist í beininu og verður stöðugur hluti af kjálkanum og rótin þannig endurnýjuð til framtíðar. Efnin sem notuð eru í tennur geta verið sirkon, málmblandað keramik, steyptar málmfestingar eða hið nýja PEEK efni (BioHPP) en valið byggist á útliti viskiptavinar og fleiri þáttum.


4. Regluleg skoðun og tannhreinsun

Eftir fyrsta hluta meðferðarinnar er gott að koma aftur að mánuði liðnum (og síðan á sex mánaða fresti) og fá tannhreinsun hjá tannhreinsunarsérfræðingum okkar.

Áhættuþættir:

Alkóhólismi, stórreykingar, eiturlyfja og lyfjafíkn,  sjúkdómar, heilsufar (beinsjúkdómar, ómeðhöndluð sykursýki, hjartasjúkdómar, þungun.) Tannskurðlæknir metur hvort áhættuþættir séu með þeim hætti að breyta þurfi meðferð.

Pantaðu núna!

Ertu með spurningar?