HÆGJUM Á KLUKKUNNI með okkar nýju andlits fegrunarmeðferðum sem framkvæmdar eru af reyndum og virtum lýtalækni.

Er hægt að tengja saman andlitsfegrunarmeðferð og tannheilsuferð?!

Ertu að hugsa um tannlæknaheimsókn, fá tannplanta, tanngervi eða nýjar og fallegri tennur? Hvers vegna ekki að huga að andlitsmeðferð í leiðinni til að fullkomna útlitið? Frísklegt og unglegt andlit rammar fullkomlega inn fallegt brosið.

Hvaða áhrif getur það haft á andlit og kjálkalínu að missa tönn?

Staðreynd: Það getur haft umtalsverð áhrif á andlitslag og ásjónu þegar tönn eða tennur vantar. Það getur litið út fyrir að vera “sokkið” og hrukkur meira áberandi.

Góðu fréttirnar eru þær að tannplantameðferðir sem og annarskonar aðferðir við að endurskapa tennur, geta haft umtalsverð áhrif til batnaðar og þannig endurnýjað heilbrigt bros og sjálfsmynd.

Hefur tannleysi haft áhrif á andlitsdrætti þína?

Hafi langur tími liðið síðan þú misstir tönn/tennur og viðgerð fór fram, gæti verið að þín fyrri ásjóna sé ekki fullkomlega endurheimt þrátt fyrir viðgerðina. Þar koma andlitsmeðferðir sterkar inn til að laga myndina. Ýmsar meðferðir koma til greina eins og t.d. Botox og hyaluronic húðfyllingar.

Þú átt skilið að þér líði sem allra best, að utan sem innan!

Andlitsmeðferðirnar eru mikilvæg viðbót til hliðar við tannlækningar. Með því að sameina nauðsynlegar tannlækningar og útlitslegar meðferðir á andliti fæst fullkominn árangur sem eflir sjálfsöryggi.

Við ábyrgjumst að báðar meðferðir samhliða skila þér betri líðan og frísklegra útliti!

ERTU MEÐ SPURNINGAR?

Taktu fyrsta skrefið í átt að bjartara brosi og pantaðu símtal! Það verður hringt í þig innan sólarhrings.