HÆGJUM Á KLUKKUNNI með okkar nýju andlits fegrunarmeðferðum sem framkvæmdar eru af reyndum og virtum lýtalækni.

Er hægt að tengja saman andlitsfegrunarmeðferð og tannheilsuferð?!

Ertu að hugsa um tannlæknaheimsókn, fá tannplanta, tanngervi eða nýjar og fallegri tennur? Hvers vegna ekki að huga að andlitsmeðferð í leiðinni til að fullkomna útlitið? Frísklegt og unglegt andlit rammar fullkomlega inn fallegt brosið.

Hvaða áhrif getur það haft á andlit og kjálkalínu að missa tönn?

Staðreynd: Það getur haft umtalsverð áhrif á andlitslag og ásjónu þegar tönn eða tennur vantar. Það getur litið út fyrir að vera “sokkið” og hrukkur meira áberandi.

Góðu fréttirnar eru þær að tannplantameðferðir sem og annarskonar aðferðir við að endurskapa tennur, geta haft umtalsverð áhrif til batnaðar og þannig endurnýjað heilbrigt bros og sjálfsmynd.

Fegunaraðgerðir

NÝTT HJÁ MADENTA! Skoðaðu andlitsmeðferðirnar okkar!

Við vitum vel hvað fallegt bros og heilbrigðar tennur geta gert til að auka sjálfstraust, vellíðan og lífgæði.
En hvers vegna að stoppa þar? Hjá Madenta bjóðast nú andlitsmeðferðir sem miða að ferskara og frísklegra útliti.

Botox meðferð

Láttu ekki stress fara með útlitið. Bótox meðferð er skilvirkust þegar það kemur að því að draga úr eða minnka litlu hrukkurnar sem myndast á milli augna. Með því að sprauta örlitlu efni undir húðina er komið í veg fyrir samdrátt í vöðvum sem veldur hrukkumyndun eftir ákveðin tíma. Hvað er áunnið með botox? Þétt og slétt húð sem bætir útlit og eflir sjálfstraust. Meðferðin er 100% örugg og er framkvæmd af mjög reyndum lýtalækni á 15-25 mínútum. Um leið og aðgerð líkur eru klár í amstur dagsins og getur þú sinnt öllum daglegum erindum.

frá 140 €

Meðferð með hýalúrónsýru fylliefni

Hýalúrónsýru fyllefni er náttúrulegt rakaefni húðarinnar en hýalúrónsýra bindur vatn í húðinni allt að þúsundfalt og gefur með því aukinn þéttleika og raka. Vegna þessa eiginleika er efnið mikið notað til að minnka andlitslínur, gefa lyftingu og frísklegra yfirbragð. Ein af eftirsóttustu meðferðunum sem í boði eru köllum við Juvederm Volite. Notast er við hyaluronic sýru og er hún endurnærandi og rakagefandi og gefur mjög góð langvarandi frískleg áhrif á meðhöndluð svæði (andlit, háls, bringu og hendur). Skerping á kjálkalínum með hýalúrónsýru er vinsælust meðal yngri viðskiptavina okkar. Með því að draga fram kjálkalínur og móta kinnbein er hægt að nálgast það sem oft er kallaða „Súpermodel Look“

frá 255 €

Varafylling

Vel mótaðar og jafnar varir gefa „sensual“ útlit. Vel heppnuð varafylling gefur öllu andlitinu unglegra og frísklegra útlit. Einnig er hægt að laga misfellur og skekkjur í efri, neðri eða báðum vörum.

frá 310 €

Fjarlægja fæðingabletti

Hjá Madetna er hægt að fjarlægja fæðingabletti, vörtur, skinflipa eða lagfæra annað vegna útlits. Lýtalæknirinn gætir að öllum smáatriðum og ör vegna aðgerða eru varla sýnileg. Vinsamlegast athugið að það er ekki boðið upp á greiningu vegna fæðingabletta eða húðkrabbameins.

frá 140 €

Ofsvitnun (e. hyperhidrosis)

Losnaðu við kvíða sem Ofsvitnun (e. hyperhidrosis) veldur. Botox meðferð er skilvirk gegn ofsvitnun óháð hvar einkennin koma fram. Ofsvitnun er algeng og getum komið fram í öllum líkamanum eða verið meira staðbundin. En góðu fréttirnar eru þær að ofsvitnun má laga með botox. Alengasta meðferðin er í handakrikum, til að draga úr svita í lófum og iljum. Meðferðin virkar líka fyrir karlmenn sem svitna mikið á höfði. Ofsvitnun má minnka með því að sprauta botox í svitakirtla í handakrika, lófum og iljum. Það dregur verulega úr áhrifunum meðferðarinnar eftir 9-12 mánuði en þá má endurtaka hana á öruggan hátt.

frá 550 €

Augnloka aðgerð

Með árunum missir húðin á augnlokunum þéttleika sinn og getur farið að þyngjast, lafa og jafnvel festast við augnhárin. Þetta hefur ekki aðeins útlitsleg áhrif heldur getur það einnig truflað sjónina. Vandann má leysa með aðgerð á efri augnlokum. Aðgerðin tekur um eina og hálfa klukkustund. Notast er við staðdeyfingu og er umfram húð fjarlægð. Aðgerðin er sársaukalaus og örugg og hefur ekki á neinum tímapunkti áhrif á sjónina. Áhrifin eru sýnileg strax að lokinni aðgerð og endanlegur árangur kemur í ljós að þremur mánuðum liðnum. Augun opnast betur, ásýndin verður léttari og útlitið unglegra. Slík lagfæring, með öllum þeim jákvæðu áhrifum sem hún hefur, er ein algengasta lýtalækningin í heiminum í dag.

frá 990 €

* Vinsamlega athugið að við tökum einungis á móti greiðslu með EUR eða HUF.

Hefur tannleysi haft áhrif á andlitsdrætti þína?

Hafi langur tími liðið síðan þú misstir tönn/tennur og viðgerð fór fram, gæti verið að þín fyrri ásjóna sé ekki fullkomlega endurheimt þrátt fyrir viðgerðina. Þar koma andlitsmeðferðir sterkar inn til að laga myndina. Ýmsar meðferðir koma til greina eins og t.d. Botox og hyaluronic húðfyllingar.

Þú átt skilið að þér líði sem allra best, að utan sem innan!

Andlitsmeðferðirnar eru mikilvæg viðbót til hliðar við tannlækningar. Með því að sameina nauðsynlegar tannlækningar og útlitslegar meðferðir á andliti fæst fullkominn árangur sem eflir sjálfsöryggi.

Við ábyrgjumst að báðar meðferðir samhliða skila þér betri líðan og frísklegra útliti!

Pantaðu núna!

Ertu með spurningar?