Heildar uppbygging tanna með All-on-4® meðferð og sirkóníum tönnum á 13 mánuðum
Verkefnið sem þurfti að leysa
Sjötugur viðskiptavinur okkar þjáðist af mikilli tannholdsbólgu og var með brotnar tennur í neðri gómi sem ekki var hægt að bjarga. Í efri góm vantaði bæði jaxla og aðrar tennur. Þó framtennur væru í þokkalegu standi þurfti krónur á þær til að bæta virkni og útlit.
Lausnin
Eftir að hafa fjarlægt skemmdar tennur úr neðri gómi, var framkvæmd All-on-4® tannplantameðferð. Sú aðferð gerir okkur kleift að festa inn nothæfar og stöðugar tennur til bráðabirgða á meðan tannholdið grær. Settir voru tannplantar fyrir jaxla í efri gómi. Eftir vel heppnaða bein uppbyggingu og heilunartíma, voru brýr festar á tannplanta. Á framtennur í efri gómi voru settar krónur.
Hinar endanlegu og varanlegu All-on-4® brýr, jaxlar, og krónur á framtennur voru úr sirkóníum sem er bæði sterkt, fallegt og endingargott efni.
Árangurinn
Heildarferli meðferðarinnar var 13 mánuðir. Meðferðin gekk út á að endurbyggja útlit og virkni tanna viðskiptavinarins og auka þar með lífsgæði hans verulega.