Tannmissir vegna tannholdssjúkdóms: Uppbygging tanna með All-on-4® á aðeins 9 mánuðum
Verkefnið sem þurfti að leysa
Áralöng munnholssýking olli tannlosi og tannmissi hjá viðskiptavini sem var 71 árs kona. Veikleikar í tannholdinu urðu til þess að tennur losnuðu. Röntgenmynd staðfesti að ekki var hægt að bjarga hennar tönnum. Sem betur fer var styrkur kjálkabeina hennar nægur til að halda tannplöntum sem gerði hana hæfa til að fá hina byltingarkenndu All-on-4® meðferð. Þessi nýstárlega meðferð býður upp á alhliða lausn fyrir sjúklinga með mikinn tannmissi eða verulega skemmdar tennur, þar sem festur er nýr tanngómur innan örfárra daga eftir tannplanta aðgerð. Eftir samræður um kosti All-on-4® meðferðarinnar var sammælst um meðferðaráætlun.
Lausnin
Eftir tannúrdrátt settum við fjóra tannplanta í hvorn góm í einni skurðaðgerð. Aðeins nokkrum dögum síðar festum við sérsniðin góm á tannplantana. Þar með var viðskiptavinurinn kominn með fast tanngerfi sem hann gat notað á meðan tannplantarnir gréru við kjálkabeinið.
Að níu mánuðum liðnum kom viðskiptavinurinn aftur til að ljúka mest spennandi hluta meðferðarinnar, að fá varanlegar tennur og þar með nýtt og bjart bros! Við tókum nýtt mót með munnskanna og sendum á tannsmiðina. Sirkóníum tanngervið sem hannað var með CAD/CAM, var tilbúið innan nokkurra daga.
Árangurinn
Um leið og viðskiptavinurinn, sem er kona, var búinn að fá varanlega All-on-4® tanngerfið sagði hún strax – án þess að horfa í spegil – að henni þætti tennurnar þægilegar og náttúrulegar, eins og hún hefði fengið sínar eigin tennur aftur. Þegar hún sá nýja brosið sitt, var hún djúpt snortin. Hún fór frá stofunni okkar ánægð, sátt og sjálfsörugg með nýja brosið sitt.