Kæru viðskiptavinir!

Það er ánægjulegt að segja frá því að tilfellum vegna COVID-19 hefur fækkað stórlega þannig að stjórnvöld í Budapest hafa nú fallið frá neyðarlokun landamæranna.

Stjórnvöld breyttu 18. júní reglum um komu fólks til Ungverjalands þannig að ferðatakmarkanir hafa verið mildaðar og landamæri opnuð fyrir íbúa ESB landa, Ísland, Liechtenstein, Noreg, Serbíu og Sviss, án kröfu um neikvætt COVID próf og/eða sóttkví.

Þetta þýðir að samstarf okkar getur hafist ótruflað á ný!

Gunnar, okkar maður á Íslandi, hefur mikla reynslu af því að aðstoða fólk við undirbúning og skipulagningu heimsókna til okkar. Hann og sérfræðingar okkar hjá Madenta, eru tilbúnir að ræða málin í síma.

Hefur þú áhuga?


Hringdu í Gunnar í síma:
+(354) 664 6550
[email protected]

Hvað þarft þú að gera?

Við mælum eindregið með því að hefja ferilinn sem fyrst þar sem búast má við mikilli eftirspurn þegar opnað verður aftur fyrir flug frá Íslandi til Budapest. Þannig er hægt að forðast of langa bið eftir tíma.

Flug?

Wizzair flýgur til Búdapest vikulega í júni á laugardögum og frá 7. júli bætast þriðjudagar við og 23. júli bætast fimmtudagar við.

Er þetta öruggt?

Ungversk stjórnvöld gerðu strax viðeigandi ráðstafanir til að hindra útbreiðslu coronavírusins og náðu mjög vel að fletja kúrfuna. Þrátt fyrir að ýmsar varúðaráðstafnanir séu enn í gangi, eins og t.d. að halda 1,5 m fjarlægð á milli fólks og vera með maska, þá er lífið almennt komið í fyrra horf.
Hjá Madenta er heilsa starfsmanna og viðskiptavina ætíð í fyrsta sæti og mjög vel gætt að sýkingarvörnum.

Hefur þú áhuga á frekari upplýsingum um okkur? Á heimasíðu okkar má m.a. finna VERÐ, VITNISBURÐ VIÐSKIPTAVINA ofl.

Hlökkum til að taka á móti þér á stofunni við fyrsta tækifæri.

Starfsfólk MADENTA


VIÐ SETJUM ÖRYGGIÐ Á ODDINN – ÖRYGGISREGLUR OKKAR

Við gerum allt sem hægt er til að tryggja viðskiptavinum okkar öruggt og heilsusamlegt umhverfi hjá Madenta. Hér fyrir neðan er listi yfir nokkar af þeim reglum sem við höfum sett okkur:

  • Við fylgjum alltaf ströngum reglum um hreinlæti en höfum nú hert þær enn frekar með áherslu á reglulega sótthreinsun í húsakynnum okkar á tveggja tíma fresti. Þetta á við um meðferðarherbergi, biðstofu, snyrtingar, hurðahúna, yfirborðsfleti, lyklaborð ofl.
  • Meðferðarherbergi eru sótthreinsuð og ozone loftræsting er notuð til að drepa sýkla og mikróagnir í andrúmsloftinu. Á milli allra pantaðra tíma er 15 mínútna hlé til að sinna þessu.
  • Tannlæknar okkar og aðstoðarfólk þeirra klæðast hlífðarfatnaði (FFP2 eða FFP3 maska, andlitshlífum langerma vatnsheldum sloppum og einnota hönskum sem dæmi) á meðan á meðferð stendur. Starfsfólk móttöku notar einnig hlífðarfatnað.
  • Við mælum líkamshita allra viðskiptavina áður en þeir koma inn á stofuna til okkar.
  • Hertar reglur um aðgengi: Aðeins viðskiptavinir okkar á leið í meðferð meiga koma inn á stofuna.
  • Allt starfsfólk er þjálfað til að fylgja settum reglum.
  • Starfsfólk sem sýnir hin minnstu einkenni um veikindi skal halda sig heima. Aðeins starfsfólk við fullkomna heilsu, má sinna verkefnum hjá Madenta.

HJÁ MADENTA ERU VIÐSKIPTAVINIR Í GÓÐUM OG ÁBYRGUM HÖNDUM!

ERTU MEÐ SPURNINGAR?

Taktu fyrsta skrefið í átt að bjartara brosi og pantaðu símtal! Það verður hringt í þig innan sólarhrings.