Kæri viðskiptavinur eða tilvonandi viðskiptavinur:

Við viljum deila með ykkur góðum fréttum frá Ungverjalandi:

  • Tíðni COVID-19 smita lækkar hratt í Ungverjalandi
  • Fjöldi smitaðra einstaklinga fer minnkandi og sífellt fleiri eru í bataferli.
  • Nú hefur meira en helmingur þjóðarinnar, yfir 5.5 milljónir manna, fengið bólusetningu en það er eitt hæsta hlutfall bólusettra í löndum Evrópusambandsins.

Nú þegar þessu takmarki hefur verið náð, hefur ýmsum takmörkunum verið aflétt og erum við nú merkt græn (óhætt að ferðast til landsins) hjá mörgum löndum í vestur Evrópu.

Gunnar, okkar maður á Íslandi, hefur mikla reynslu af því að aðstoða fólk við undirbúning og skipulagningu heimsókna til okkar. Hann og sérfræðingar okkar hjá Madenta, eru tilbúnir að ræða málin í síma.

Hefur þú áhuga?

Sendu Gunnari tölvupóst á
[email protected] eða þú getur líka
hringt í 664-6550

Hvað þarft þú að gera?

Við mælum eindregið með því að hefja ferilinn sem fyrst þar sem búast má við mikilli eftirspurn þegar opnað verður aftur fyrir flug frá Íslandi til Budapest. Þannig er hægt að forðast of langa bið eftir tíma.

Flug?

Frá 5. júní mun Wizz Air fljúga tvisvar í viku á milli Keflavíkur og Budapest (fimmtudaga og laugardaga)

Er þetta öruggt?

Þrátt fyrir að enn séu í gildi ýmsar varúðarráðstafanir þá er lífið í Budapest að færast í venjulegar skorður aftur.

The health and safety of our customers and employees is always in the first place, which is why we have strict rules on infection control to ensure a safe environment. Read more (link) here about safety rules and preparedness.

Það gleður okkur mikið að upplýsa ykkur um að allir okkar starfsmenn hafa verið bólusettir gegn kórónaveirunni.

Hefur þú áhuga á frekari upplýsingum um okkur? Á heimasíðu okkar má m.a. finna VERÐ, VITNISBURÐ VIÐSKIPTAVINA ofl.

Hlökkum til að taka á móti þér á stofunni við fyrsta tækifæri.

Starfsfólk MADENTA


VIÐ SETJUM ÖRYGGIÐ Á ODDINN – ÖRYGGISREGLUR OKKAR

Við gerum allt sem hægt er til að tryggja viðskiptavinum okkar öruggt og heilsusamlegt umhverfi hjá Madenta. Hér fyrir neðan er listi yfir nokkar af þeim reglum sem við höfum sett okkur:

  • Við fylgjum alltaf ströngum reglum um hreinlæti en höfum nú hert þær enn frekar með áherslu á reglulega sótthreinsun í húsakynnum okkar á tveggja tíma fresti. Þetta á við um meðferðarherbergi, biðstofu, snyrtingar, hurðahúna, yfirborðsfleti, lyklaborð ofl.
  • Meðferðarherbergin eru sótthreinsuð og óson loftræsting er notuð til að drepa sýkla og öragnir í andrúmsloftinu. Þessi sótthreinsun er gerð á hverjum degi eftir lokun, þegar hvorki starfsmenn né súklingar eru á staðnum.
  • Tannlæknar okkar og aðstoðarfólk þeirra klæðast hlífðarfatnaði (FFP2 eða FFP3 maska, einnota hönskum sem dæmi) á meðan á meðferð stendur.
  • Á móttökuborðinu er hlíf til að vernda sjúklinga og samstarfsmenn okkar.
  • Við mælum líkamshita allra viðskiptavina áður en þeir koma inn á stofuna til okkar.
  • Allt starfsfólk er þjálfað til að fylgja settum reglum.
  • Starfsfólk sem sýnir hin minnstu einkenni um veikindi skal halda sig heima. Aðeins starfsfólk við fullkomna heilsu, má sinna verkefnum hjá Madenta.

HJÁ MADENTA ERU VIÐSKIPTAVINIR Í GÓÐUM OG ÁBYRGUM HÖNDUM!

ERTU MEÐ SPURNINGAR?

Taktu fyrsta skrefið í átt að bjartara brosi og pantaðu símtal! Það verður hringt í þig innan sólarhrings.