Fylling undirbúin

Meðferð:

Hraðvirkur bor er notaður til að losa um skemmd í tönn. Hægvirkur bor er notaður til hreinsa burt skemmd. Rétt lag tannar er mótað með fyllingu í sama lit og tönnin er.  Stundum er notast við gúmmídúk til að einangra og dauðhreinsa tönnina á meðan viðgerð stendur. Þá er tönn þrýst í gegnum gat á dúknum sem er festur við tönnina með klemmu. Þegar fyllingu hefur verið komið fyrir er hæð tannar er lagfærð og rétt stillt og að lokum er tönnin burstuð og fægð.

Innlímd fylling

  • er notuð þegar skemmd er stór og þekur stórtan hluta af yfirborði tannar,
  • þegar endurnýja þarf stórar fyllingar,
  • þegar endurbyggja þarf rótfyllta tönn,
  • ef laga þarf bit,
  • ef lagfæra þarf lögun tanna

Meðferð:

Eftir að eldri fylling er”u” fjarlægð þarf að hreinsa holuna og breyta henni. Stundum þarf að fjarlægja bút af tönn ef hald er lítið og hætta er á að hún brotni undan þrýstingi. (Ef tönn hefur verið rótfyllt þá er komið fyrir ílímdri fyllingu með réttri lögun). Undirliggjandi hlutar skemmdarinnar eru fylltir þar sem það á við og þá mót tekið af tönn. Til þess er notað silikon efni sem þrýst með biti er ofan á tönnina og skilur eftir sig litarefni sem sýnir hvar þarf að móta lögun betur.

Bráðabirgða meðferð:

Bráðabirgða fylling er sett í tönn á meðan unnið er að varanlegri tannmeðferð. Einfalt er að notast við ljósnæmar bráðabrigðafyllingar.

Það tekur 3-4 daga að útbúa innlímdar fyllingar. Fyrst er skemmd tekin og hola hreinsuð og meðhöndluð til að tengjast fyllingunni vel. Eftir að henni er komið fyrir er tönn fægð og hæðarstillt.

Króna

  • notuð ef tönn er mikið skemmd
  • notuð ef sipta þarf út gamalli krónu
  • ef laga þarf form eða útlit tanna
  • notuð ef byggja þarf upp rótfyllta tönn

Um krónur

Krónur eru nauðsynlegar ef tennur eru mikið skemmdar eða brotnar. Tannlæknir ráðleggur notkun á krónu ef hann metur að tönn hafi molnað of mikið til að hægt sé að laga hana með öðru móti.

Krónur eru búnar til af tannsmiðum eftir mótum sem tannlæknir útbýr. Krónan skal passa jafn vel og upprunaleg tönn, þar sem henni er komið fyrir. Sé ekki nógu gott undirlag til að hægt sé að nota krónu, (t.d. ef tönn er brotin eða rótfyllt) þarf að útbúa kjarna úr sérstöku efni og/eða málmi. Krónur eru ýmist úr gerfiefni, málmblöndu eða keramik blöndu.

Krónur úr hreinu keramiki hafa fram til þessa ekki reynst nægilega harðgerðar fyrir jaxla. Málmblandaðar keramik-krónur eru þar algengastar. Hægt er að nota keramik krónur á framtennur í fegrunarskyni. Sirkon krónur eru oft settar á framjaxla.

Brú

  • kemur í stað tannar þegar ekki er hægt að notast við tannplanta
  • er notuð ef tönn er mikið skemmd eða hefur færst til vegna tannvegsbólgu

Brú er sérsmíðuð tönn sem ætlað er að fylla í auð tannbil sem valda óþægindum fyrir bit og útlit. Tennur sitthvoru megin við bilið eru undirbúnar fyrir krónur sem halda brúnni fastri í bilinu. Áhersla er lögð á samspil fagurfræðilegar og liffræðilegrar virkni.

1. Postulíns- eða málmkrónur eða brýr

Brú er hægt að útbúa úr nickel fríu áli eða gæðamálmi (platínu eða gulli). Þess vegna eru þær kallaðar málm postulíns eða gull postulíns krónur. Þær er hægt að nota jafnvel þar sem vantar nokkrar tennur í röð. Hámarks lengd krónu spannar 14 hlekki, sem er ígildi margra tanna. Nákvæmur fjöldi þeirra ræðst af staðsetningu og ástandi annara tanna.

2. Sirkon brýr

Stöðugleiki sirkon brúa er sambærilegur málm-postulíns og gull-postulínskróna. Þær fullnægja þó betur útlitslegum kröfum. Þess vegna er mælt með þeim og þær vinsælastar.

3. Brýr á tannplanta

Vanti margar tennur í góminn og séu aðrar tennur ekki nægilega burðugar til að halda brú, er notast við tannplanta til að halda brú uppi. Tengi sem skrúfað er í tannplanta tryggir þá stöðugleika brúar.  Brúin er ýmist fest með skrúfu eða steypt föst.

Meðferð:

Tannlæknir undirbýr tennur fyir krónur með því að móta lögun þeirra á ákveðin hátt. Tannskemmdir þarf að laga og kallast það að byggja upp kjarna. Rótfylltar tennur þarf oftast að laga til að búa til kjarna undir krónuna. Þá þarf að taka mót til að fá rétta lögun brúar (sjá innlímdar fyllingar). Sé um að ræða langar brýr þarf að mæla sérstaklega efri og neðri góm til að fá rétt bit.

Bráðabirgða meðferð:

Til að byrja með er bráðabirgðakróna er sett yfir tönnina. Liðið geta nokkrar vikur þar til endanleg króna eða brú er sett á sinn stað (t.d ef um er að ræða bólgur í gómi). Við útvegum endingargóðar bráðabirgðabrýr og krónur sem tannsmiðir okkar útbúa.

Pantaðu núna!

Ertu með spurningar?