Opnunartímar: Mánudaga - föstudaga 8-21
Laugardaga 8-18
Sunnudaga lokað

Tanngómar og föst tanngerfi

Mikilvægi tanngerfa og uppbyggingar á gerfitönnum, hefur aukist mjög undanfarin ár.  Margir þjást vegna tannsjúkdóma af völdum skemmda, bólgusjukdóma eða meðfæddra galla á tönnum. Afleiðingarnar geta verið tannmissir eða eyðilegging sem hefur áhrif bæði á útlit og líffræðilega virkni eins og t.d. að tyggja mat. Í dag er gerð krafa um falleg og endingargóð tanngerfi ti að leysa þessi vandamál.

Þegar fjöldi og ástand tanna er ekki lengur nægilega gott til að styðja við fest tanngerfi með tannplönntum, er notast við lausa tanngóma sem auðvelt er að taka úr munni. Þegar allar tennur vantar er um tvær lausnir að ræða:

1.    Tanngómar

Þetta er notað ef engar tennur eru eftir og ekki er hægt að notast við tannplanta. Slík tanngerfi eru einfaldlega látin liggja á efri eða neðri kjálka. Festa fyrir tanngerfi fer eftir ástandi kjálkabeina en tannlím er þá gjarnan notað til að festa tímabundið.

2.    Tanngerfi fest á tannplanta

Tannplantar eru varanlegasta festan fyrir tanngerfi og er hægt að nota þá á nokkra vegu. Nú er jafnvel hægt að fá föst tanngerfi, fest á fáa tannplanta. Spyrjið um All-on-4 tannplanta lausnir.

Í bæði efri og neðri kjálka er komið fyrir amk 2 tannplöntum, helst þó 4.  Þannig haldast tanngerfin nákvæmlega á réttum stað sem veitir sjúklingi mikla öryggiskennd.

Eftirfarandi lausnir bjóðast þeim sem hafa aðeins hafa misst nokkrar tennur:

3.    Laus tanngerfi fyrir hluta tanna

Þau eru á góðu verði en ekki besti kosturinn með tilliti til þeirra tanna sem fyrir eru.  Tanngerfið liggur á góminum eða öllu heldur á kjálkabeininu og er fest við tennurnar með vírklemmum. Með tímanum geta vírklemmurnar valdið tannskemmdum.  Þessi aðferð er yfirleitt notuð til bráðabirgða.

Laust tanngerfi fyrir hluta góms. Slíkt gerfi er útbúið þannig að tennur eru steyptar ofan á málmplötu sem klædd er með gerfiefni og lögð er ofan á góminn. Stundum eru settar krónur á heilar tennur til að halda tanngerfinu á réttum stað.

4.    Laust tanngerfi fyrir hluta góms

Slíkt gerfi er útbúið þannig að tennur eru steyptar ofan á málmplötu sem klædd er með gerfiefni og lögð er ofan á góminn. Stundum eru settar krónur á heilar tennur til að halda tanngerfinu á réttum stað.

5.    Tanngerfi / Gómar

Þessi lausn virkar best fyrir þá sem eru með aðeins 2-3 tennur. Tannlæknir undirbýr tennurnar fyrir sérstakar krónur. Tannsmiður útbýr tvöfalda krónu. Undirliggjandi króna er steypt á eigin tönn sjúklings og yfirlag krónunnar síðan greypt í tanngerfið/góminn. Tanngerfi/gómar eru búnir til úr góðmálmi og hafa reynst mjög vel bæði hvað varðar stöðugleika og útlit.

Madenta Dental Clinic

H - 1075 Budapest, Madách tér 7.

Vinsamlega hafið samband við tengiliði okkar á Íslandi:

Opnunartímar
Mánudaga - föstudaga 8-21
Laugardaga 8-18
Sunnudaga lokað

Navigate top