Opnunartímar: Mánudaga - föstudaga 8-21
Laugardaga 8-18
Sunnudaga lokað

Það er ekki fallegt ef það vantar tönn í brosið.  Tannplanti er þá besta lausninn til að fylla upp í bilið. Það kemur ekki á óvart að þessi lausn sé jafn vinsæl og raun ber vitni þar sem hún bæði endist vel og lítur vel út. 

Tannplantar eru titanium skrúfur sem festar eru í kjálkabein og virka eins og tannrót. Á þeim er skrúfgangur sem er skrúfaður inn í beinið eða þær eru festar með tengi. Það tekur 3-6 mánuði fyrir kjálkabeinið að gróa utan um skrúfuna svo hún verði nægilega stöðug til að halda tönn.

Tannplanti er gerfitannrót sem með aðgerð er komið fyrir í kjálkabeini. Slíkar aðgerðir hafa verið gerðar með góðum árangri um langan tíma. Tannplanti er “-“að mestu búinn til úr titanium sem hefur reynst vel við að græða saman beinvef og tannplanta. Ekki hefur verið sýnt fram á að tannplantar hafi neikvæð áhrif á líffræðilega virkni.

Framkvæmd

  1. Tannplanti: Notast er við staðdeyfingu og skorið er í góminn þar sem tannplanti á að vera.  Boruð er hola í tannbeinið, tannplanta komið fyrir og gómur saumaður saman.  Sauma þarf að fjarlægja eftir u.þ.b. 7 daga
  2. Það tekur 3-6 mánuði fyrir beinið að gróa. Í einstaka tilfellum er hægt að koma fyrir krónu á tannplanta strax.
  3. Festing í góm: Rist er í góm og skrúfu komið fyrir í tannplanta.
  4. Uppbygging: Skrúfu er skipt út fyrir tengi og mót tekið. Tannsmiður smíðar krónu samkvæmt móti.
  5. Króna eða brú er fest við tannplanta.

Þurfi sjúklingur á beinuppbyggingu að halda gæti þurft aðra heimsókn til tannlæknis.  Tannplantar eru framleiddir úr titanium sem er skaðlaust líkamanum. Þegar tannplanti hefur að fullu gróið við beinið og sjúklingur er heilsuhraustur, ætti hann að endast fyrir lífstíð.  Við veitum lífstíðarábyrgð á tannplöntum (þó ekki á hvernig þeir gróa við bein/ osseointegration)

Fyrir hverja eru tannplantar?

Alla sem geta viðhaldið hreinlæti í munni og engir áhættuþættir eru fyrir hendi. Hlutfall vel heppnaðrar aðlögunar að beini er 97%. Nokkrir þættir geta haft áhrif á hversu vel tekst til; Reykingar, beinþynning, sykursýki og alvarlegir hjartasjúkdómar auka líkur á að innsetning tannplanta mistakist.  Sjúklingum undir 18 ára og barnshafandi konum er ekki ráðlagt að gangast undir tannplantaaðgerð.

Hverskonar tannplantar eru fáanlegir?

Á tannlæknastofu okkar notum við  nokkrar mismunandi tegundir af tannlpöntum. Tannlæknirinn mun hjálpa þér að finna það sem hentar þér best. Fyrst er vandlega skoðað hvort vandkvæði tengd tönnum eða gómi séu til staðar, til að tryggja fullkominn árangur aðgerðar.

 

Hvar er hægt að gera í þeim tilfellum sem bein eru ekki nægilega stór

Ef bein hentar ekki fyrir tannplanta er hægt að byggja það upp eða búa til gerfibein. Til þess að hægt sé að setja inn tannplanta þarf bein að vera amk 6*5*10 kubic mm. Sé ekki nægilega stórt bein til staðar er beinið stækkað með dauðhreinsuðum gerfiefnum, eða með flutningi á beini annarsstaðar frá úr líkamanum. Algeng aðferð er sinus-lyfting. Er þá beini komið fyrir aftarlega í efri kjálka undir kinnholu.

Hvort hægt er að gera hvorutveggja samtímis, stækka bein og setja inn tannplanta, ræðst af beinabyggingu sjúklings og tekur skurðlæknir ákvörðun um það.  Sé um að ræða mjög takmarkað bein verður að byggja það upp fyrst og koma síðan tannplanta fyrir 6-8 mánuðum síðar.

Eftirmeðferð

Þegar búið er að koma fyrri tanngerfi þarf að sinna hreinlæti í munni mjög vel. Eftirskoðun hjá tannlækni er mikilvæg sem og röntgenmyndataka til þess að ganga úr skugga um að allt sé eins og það á að vera. Hægt er að fá tannhreinsun ef þörf er.

Til þess að ná sem bestum árangri er mikilvægt að sinna tannhreinsun vel og mæta í reglulega skoðun hjá tannlækni.

 

Madenta Dental Clinic

H - 1075 Budapest, Madách tér 7.

Vinsamlega hafið samband við tengiliði okkar á Íslandi:

Opnunartímar
Mánudaga - föstudaga 8-21
Laugardaga 8-18
Sunnudaga lokað

Navigate top