
Skinnur eru búnar til úr örþunnu postulíni og límdar á framhlið tanna í fegrunarskini. Þær eru helst notaðar þegar laga þarf útlit, lögun og hæð tanna. Undirbúa þarf tennur með því að fræsa 1mm af brúnum þeirra. Gert er nákvæmt mót af tönnum og skinnurnar sérsmiðaðar eftir því. Skinnurnar eru límdar á tennurnar. Áður en meðferðin hefst mun tannlæknir skoða bit og lokun því t.d. yfir eða undirbit, skúffa, eða gníst dregur úr endingu potulínsskinna.