Heilbrigðir viðskiptavinir undir 50 ára þurfa fyrst að gangast undir rannsókn og framvísa þar tilvísun frá tannlækni. Viðskiptavinir eldri en 50 ára eru skoðaðir af svæfingalækni áður en þeir fá svæfingu. Almenna rannsókn er einnig framkvæmd og í henni felst: Blóðrannsókn (blóðkornatalning, blóðsykur, virkni lifrar og nýrna skoðað). Einnig þarf að liggja fyrir hjartalínurit og lungnaskimun sem má ekki vera eldra en 6 mánaða.

FERLI SVÆFINGAR HJÁ MADENTA

Fyrst er settur upp æðarleggur. Svefnlyf og verkjalyf eru gefin í hann. Þegar sjúklingur er sofnaður er komið fyrir súrefnisgrímu og honum gefið súrefni meðan á svæfingu stendur. Gríman er fjarlægð áður en sjúklingur vaknar. Mikilvægt er að fasta bæði í mat og drykk í 6 klukkustundir fyrir svæfingu.

Sjúklingur má hvíla sig á stofunni í 3 klukkustundir í þægilegu rúmi og ef allt er í lagi má hann síðan fara heim. Athugið að það má alls ekki keyra svo stuttu eftir svæfingu svo nauðsynlegt er að hafa fylgdarmanneskju! Vakni spurningar þá hikið ekki við að spyrja tannlækninn.

ERTU MEÐ SPURNINGAR?

Taktu fyrsta skrefið í átt að bjartara brosi og pantaðu símtal! Það verður hringt í þig innan sólarhrings.

Kæru viðskiptavinir!

Okkur þykir leitt að tilkynna að forsætisráðherra okkar hefur nú tilkynnt um lokun landamæra Ungverjalands fyrir allri umferð. Aðaláherslan er nú lögð á að hægja á útbreiðslu COVID-19 vírusins.

Á þessum síbreytilega óvissuástandi getum við því miður ekki tekið á móti viðskiptavinum. Við lofum að um leið og ástandið verður eðlilegt á ný – og við vonum að það verði mjög fljótlega – þá munum við finna leið til að sinna okkar fjölþjóðlega viðskiptavinahópi.

Farið vel með ykkur!
Madenta