Heilbrigðir viðskiptavinir undir 50 ára þurfa fyrst að gangast undir rannsókn og framvísa þar tilvísun frá tannlækni. Viðskiptavinir eldri en 50 ára eru skoðaðir af svæfingalækni áður en þeir fá svæfingu. Almenna rannsókn er einnig framkvæmd og í henni felst: Blóðrannsókn (blóðkornatalning, blóðsykur, virkni lifrar og nýrna skoðað). Einnig þarf að liggja fyrir hjartalínurit og lungnaskimun sem má ekki vera eldra en 6 mánaða.

FERLI SVÆFINGAR HJÁ MADENTA

Fyrst er settur upp æðarleggur. Svefnlyf og verkjalyf eru gefin í hann. Þegar sjúklingur er sofnaður er komið fyrir súrefnisgrímu og honum gefið súrefni meðan á svæfingu stendur. Gríman er fjarlægð áður en sjúklingur vaknar. Mikilvægt er að fasta bæði í mat og drykk í 6 klukkustundir fyrir svæfingu.

Sjúklingur má hvíla sig á stofunni í 3 klukkustundir í þægilegu rúmi og ef allt er í lagi má hann síðan fara heim. Athugið að það má alls ekki keyra svo stuttu eftir svæfingu svo nauðsynlegt er að hafa fylgdarmanneskju! Vakni spurningar þá hikið ekki við að spyrja tannlækninn.

Pantaðu núna!

Ertu með spurningar?