Tannvegsbólga
Bólgur í gómi (gingivitis/periodontitis) eru algengasti kvilli hvað varðar tannheilsu. Þær geta leitt til þess að tennur losna, færast til eða detta úr.
Sýnt hefur verið fram á að bakteríurnar sem valda tannholdsbólgu geta einnig valdið skemmdum á kransæðum (hjartaáfall) eða heilanum (heilablóðfall). Einnig geta þær haft neikvæð áhrif sé sjúklingur með sykursýki. Tannvegsbólga getur framkallað ótímabæra fæðingu hjá þunguðum konum og stórreykingafólk er sérstakur áhættuhópur.

Bólga í tannvegi er oft sársaukalaus og getur verið undirliggjandi í langan tíma. Þó fylgja bólgum alltaf blæðingar úr tannholdi og myndun tannholdsvasa af völdum baktería sem festa sig á yfirborð tannrótarinnar bæði undir og ofan á yfirborði góms og er ekki hægt að fjarlægja með burstun. Meðferð okkar er mild en þrautreynd og viðurkennd. Markmiðið með henni er að stöðva sýkingu og byggja upp skemmda vefi.