Ég heimsótti Madenta til að fá skoðun og það var frábær reynsla frá upphafi til enda. Vinna allra er að þessu komu (móttökustarfsfólk, tannlæknis og aðstoðarfólks) var virkilega aðdáunarverð. Ég fór frá stofunni ekki aðeins ánægður með þjónustuna heldur líka með traust til meðferðarinnar sem ég fékk. Almennt var reynsla mín á Madenta tannlæknastofu ekkert nema framúrskarandi. Ég mæli eindregið með þessari tannlæknastofu!!
Upplifðu tannlækningar eins
þær gerast bestar í
Tannheilsuviku Madenta
Taktu frá dagana
4.- 11. október eða 9.-16. nóvember n.k.
Við hjá Madenta stefnum að því að skapa ánægjulega upplifun á meðan á dvöl þinni í Búdapest stendur. Því skipuleggjum við Tannheilsuvikuna með þeim hætti að hún snúist ekki eingöngu um tannlækningar heldur bjóðum við einnig upp á skoðunarferð með íslenskri leiðsögn, sameiginlegan kvöldverð og vínsmökkun í lokin.
Tannheilsuvikur í gegnum tíðina:
Blanda af tannheilsu og skemmtun
Sjáðu skemmtilegu augnablikin og minningar frá fyrri
Tannheilsuvikum þar sem brosin lifnuðu við eftir meðferð fagaðila
Tannheilsufrí og ráðgjöf
Innifalin er gisting í viku á samstarfs hótelum okkar*
Það er okkur ánægja að bjóða, ekki aðeins eina nótt frítt, heldur heila viku á einu af okkar samstarfs hótelum, sem eru í næsta nágrenni við tannlæknastofuna.
Endurgreiðsla vegna flugs er allt að 300 evrur*
Skelltu þér með til Búdapest með bros á vör í upphafi þar sem Madenta tekur þátt í flugkostnaði að 300 evrum.
Ókeypis meðferðatillaga áður en þú kemur
Sérfræðingar okkar munu gera á lágmarki tvær meðferðatillögur þar sem fram kemur hvað þarf að gera og hvað það kostar. Þannig getur þú valið það sem hentar þér best með tilliti tíl kostnaðar og tíma. Þú getur tekið upplýsta ákvörðun áður en þú skuldbindur þig með kaupum á ferð til Budapest.
Ókeypis akstur til og frá flugvelli
Bílstjórinn okkar sækir þig og ekur til gististaðar og til baka í flug að meðferð lokinni.
Þessi þjónusta er alltaf í boði fyrir alla okkar íslensku viðskiptavini.
Kvöldverður og vínsmökkun í boði
Madenta býður upp á kvöldverð á skemmtilegum veitingastað í miðbænum. Þar er einnig upplagt að prófa ungversk vín.
Upplifðu Budapest með okkur!
Komdu með okkur í ókeypis skoðunarferð undir leiðsögn íslenskrar konu sem býr í Budapest. Þessi ferð er tilvalin til að kynnast einni fallegustu og merkilegustu borg Evrópu.
Eins og heima en að heiman
Gunnar, íslenski tengiliðurinn okkar, mun, ásamt enskumælandi starfsfólki okkar, skipuleggja alla þætti ferðarinnar. Þau munu tryggja að heimsókn þín til Madenta og Budapest verði eins þægileg og ánægjuleg og kostur er.
Sjúkratryggingar niðurgreiða
Ef þú er lífeyrisþegi þá taka Sjúkratryggingar drjúgan þátt í kostnaði við tannlækningar, eða allt að 75%. Þú hefur sama rétt á endurgreiðslu hjá Madenta og hjá hvaða tannlækni sem er á Íslandi. Sjá nánar hér. Hringdu eða sendu okkur tölvupóst fyrir nánari upplýsingar.
*Skilmálar og skilyrði:
- Þetta tilboð er eingöngu fyrir nýja viðskiptavini sem koma í Tannheilsuviku í september eða október
- Heildarverð meðferðarinnar verður að vera meira en sem nemur 10.000 evrur
- Nýir viðskiptavinir verða að hefja fyrsta hluta meðferðarinnar
Tannplanta framleiðandinn Nobel Biocare hefur veitt Madenta verðlaunin „All-on-4® Center of Excellence“. Verðlaunin eru veitt stofunni fyrir mestan fjölda All-on-4® meðferða í Búdapest og fagmennsku í hæsta gæðaflokki. Tannlæknar okkar teljast með þessari viðurkenningu með fremstu sérfræðingum Ungverjalands í All-on-4® meðferðum. Við gerum engar málamiðlanir og notum eingöngu hágæða Nobel tannplanta í All-on-4® meðferðum okkar.
Verðlisti
All-on-4® meðferðirnar | Ísland | Madenta | Sparnaður |
---|---|---|---|
Alhliða skoðun, ráðgjöf | frá 100 € | ókeypis | -100% |
CT | frá 200 € | 120 € | -40% |
Tönn dregin úr | frá 180 € | frá 90 € | -50% |
Tannplannti NobelReplace® CC | frá 1 750 € | frá 820 € | -53% |
NobelBiocare Multi-unit | frá 600 € | 340 € | -43% |
All-on-4®, verð per góm | frá 23 000 € | frá 5 990 €
til 12 990 € |
-48% |
Algengustu meðferðirnar | Ísland | Madenta | Sparnaður |
---|---|---|---|
Djúphreinsun og fæging | frá 160 € | frá 80 € | -50% |
EMS djúphreinsun | frá 190 € | 130 € | -31% |
ZOOM tannhvíttun (efri og neðri gómur) | frá 890 € | frá 415 € | -53% |
Plastfylling | frá 180 € | frá 115 € | -36% |
Krónur með 3D prentuðum málmramma, postulín | frá 750 € | frá 290 € | -61% |
Krónur Zirconium | frá 1 190 € | frá 360 € | -70% |
Tannplannti Alpha-Bio Tec. MultiNeo™ | frá 1 300 € | frá 540 € | -58% |
Tannplannta tengi Alpha-Bio Tec. MultiNeo™ | frá 380 € | frá 140 € | -63% |
Kinnholulyfting | frá 850 € | 500 € | -41% |
Það borgar sig að koma!
Þrátt fyrir að efnin sem notuð eru á ungverskum tannlæknastofum séu sömu hágæða vörumerki og í Vestur-Evrópu, og gæði þjónustunnar séu jafn mikil (ef ekki hærri), þá gera lægri laun, lægri viðhaldskostnaður tannlæknastofana og tannsmiða það að verkum að tannlæknaþjónusta er mun ódýrari í Ungverjalandi.
Madenta er talin mjög góð tannlæknastofa á meðal innlendra keppinauta, en verð okkar endurspegla það ekki. Þökk sé fjölda sjúklinga og samstarfsaðila, sem við höfum átt farsælt langt samstarf við, þá getum við haldið verðum í skefjum.
Samanburðartaflan okkar gerir þér kleift að bera saman íslensk meðalverð okkar. Við teljum að þessar tölur tali sínu máli!
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ: All-on-4® tæknin er þróuð með einkaleyfi bandaríska-svissneska fyrirtækisins NOBEL BIOCARE, þannig að All-on-4® er aðeins hægt að framkvæma með hágæða Nobel ígræðslum. Ávinningurinn af þessari frábæru aðferð er ekki tryggður með neinum öðrum gerðum tannplantakerfa! Að auki býður Nobel Biocare lífstíðarábyrgð á tannplöntum sínum.
Viltu koma með?
TENGILIÐUR OKKAR Á ÍSLANDI
Þegar kemur að tannviðgerðum,
er ekki mikilvægt að fá fullkomna þjónustu sem er hverrar krónu virði? Hví ekki að fara til Búdapest og heimsækja eina af leiðandi tannlæknastofum borgarinnar, Madenta?
Það er kjörið að slást í för með Gunnari, tengilið okkar á Íslandi sem fer hér í stuttu vídéói yfir hvernig ferlið er. Kíktu á það og losaðu þig við efasemdir ef einhverjar eru
Gunnar Jónatansson
Læknarnir okkar
Hjá Madenta starfa 14 reyndir tannlæknar, 5 tannhreinsunarfræðingar og öflugt teymi aðstoðarfólks sem tryggir þér hágæða þjónustu. Tannlæknar okkar eru sérhæfðir á öllum sviðum tannlækninga m.a. fegrunartannlækningum, tannígræðslum (implantoligy), skurðaðgerðum, tanngerfum og barnatannlækningum. Stór hópur viðskiptavina, strangar kröfur um menntun og reynslu og öflugt öryggis og gæðaeftirlit gerir það að verkum að við getum boðið nýjustu og bestu tannaðgerðir og meðferðir sem völ er á. Það er alveg sama hversu krefjandi meðferð þú þarft, þú ert í góðum höndum hjá okkur!
Myndbönd
Sérfræðingar okkar
Tannlæknar okkar eru sérhæfðir á öllum sviðum tannlækninga,m.a. tann-fegrunaraðgerðum, gerð tannplanta, skurðaðgerðum, tannsmíði og barnatannlækningum. Vegna fjölda sjúklinga og meðferða, strangra krafna um þjálfun og öflugs gæðaeftirlits tryggjum við ávallt nýjustu meðferðarúræði. Það skiptir ekki máli hversu flókna þjónustu þú þarft, þú ert í góðum höndum hjá okkur!
Viltu heyra
hvað aðrir segja um okkur?
Gistiaðstaða
Gæða gistiaðstaða í miðborg Budapest, bæði íbúðir og hótel, er ódýr. Við getum aðstoðað við að velja og ákveða hvar þú vilt dvelja.
Við höfum samið um sérverð við eftirtalin hótel og íbúðir í næsta nágrenni við Madenta. Ef þú ákveður að dvelja þar getum við aðstoðað við bókunina.
ROOMbach Hotel ★★★
- Verð: eins manns herbergi frá 69 evrur, tveggja manna herbergi frá 79 evrur
- Morgunmatur: innifalinn, hlaðborð
- Fjarlægð frá Madenta: 230 metrar (2ja mín gangur)
Þetta er bæði nútímalegt og óhefðbundið 3 stjörnu hótel. Það er með 99 nýtískulega innréttuð, litrík og rúmgóð herbergi, búið fyrir allar þínar þarfir.
7Seasons Apartments ★★★★
- Verð: stúdíóíbúð 72-105 evrur, 1 svefnherbergja íbúð. 78-115 evrur, 2ja herbergja íbúð. 118-171 evrur
- Morgunmatur: hlaðborð í boði, ekki innifalið
- Fjarlægð frá Madenta: 200 metrar (2ja mín gangur)
7Seasons Apartments býður upp á rúmgóðar og stílhreinar 1- til 3ja herbergja íbúðir með eldhúsi. Það eru kaffihús, veitingastaðir og stórmarkaður sem er opinn allan sólarhringinn í næsta nágrenni. Deák-torg, aðalmiðstöð almenningssamgangna, er í 100 m fjarlægð. Margir af helstu ferðamannastöðum Búdapest eru í göngufæri.
Viðskiptavinir geta bókað beint á Booking.com.
Eurostars Danube Budapest ★★★★
- Verð: eins manns herbergi á 81-89 evrur, tveggja manna herbergi á 113-124 evrur
- Morgunmatur: innifalinn, hlaðborð
- Fjarlægð frá Madenta: 180 metrar (2ja mín gangur)
Hótelið er innréttað í nútímalegum og notalegum stíl og er með 101 herbergi sem bjóða upp á klassískt andrúmsloft slökunar og þæginda. Stílhreini bar hótelsins er uppáhaldsstaður gesta og fullkomin leið til að enda annasaman dag.
Barceló Budapest ★★★★
- Verð: eins manns herbergi frá 97 evrur, tveggja manna herbergi frá 112 evrur
- Morgunmatur: innifalinn, hlaðborð
- Fjarlægð frá Madenta: 300 metrar (3 mín gangur)
Þetta nýja hótel er með 179 þægileg og vandlega hönnuð herbergi og svítur sem bjóða upp á hámarks slökun. Til staðar eru öll nauðsynleg þægindi til að skapa einstakt andrúmsloft. Sum herbergin eru á þaki byggingarinnar með stórum veröndum og stórkostlegu útsýni yfir borgina.
Viltu koma með?
Skilyrði fyrir þátttöku
Að vera með staðfest flug til Budapest
Athugaðu einnig
EKKI HIKA – Þetta einstaka tilboð er sniðið að 18-20 einstaklingum, ekki hika þar sem sætin fyllast hratt.
BÓKIÐ FYRIRFRAM! – Ekki gleyma að láta Gunnar vita ef þú hefur áhuga á:
- Túlkaþjónustu á meðan á dvöl stendur
- Annarri þjónustu t.d. fótsnyrtingu, handsnyrtingu, nuddi, sjónmælingu, gleraugum eða öðru.
FORGANGSMÁL
Athugið að við setjum tannheilsu þína í forgang þessa viku. Þess vegna er mikilvægt að öll önnur þjónusta eða viðburðir sem þú sækist eftir sé skipulögð í í samráði við tannlækni og stangist ekki á við bókaða tíma þína hjá Madenta.