Viltu koma með?

Einstakt í heimi ungverskrar tannheilsuferðamennsku! madenta tannlæknastofan, í samstarfi við íslenska samstarfsaðila, stendur fyrir tannheilsuviku dagana 15-22. apríl 2023

Við bjóðum ykkur velkomin í Tannheilsuviku þar sem sérfræðingar okkar á öllum sviðum tannlækninga aðstoða ykkur við að leysa öll vandamál tengd tönnum. Að sinna tannheilsunni getur líka verið gaman! Tannheilsuvikan snýst ekki eingöngu um tannviðgerðir! Sem dæmi um það sem hæst ber: Við bjóðum gesti velkomna með kvöldverði á ungversku veitingahúsi þar sem þeir fá tækifæri til að bragða á þjóðarréttum Ungverja um leið og hópurinn kynnist. Við höfum einnig útbúið frábæra dagskrá þar sem allir ættu að finna sér eitthvað til skemmtunar og fróðleiks.  Ef áhugi er fyrir annarskonar heilsutengdri þjónustu eða snyrtimeðferðum er slíkt í boði hjá samstarfsaðilum okkar.

Skráðu þig til þátttöku núna!

Tannheilsufrí og ráðgjög

Ókeypis meðferðatillaga áður en þú kemur

Sérfræðingar okkar munu gera á lágmarki tvær meðferðatillögur þar sem fram kemur hvað þarf að gera og hvað það kostar. Þannig getur þú valið það sem hentar þér best með tilliti tíl kostnaðar og tíma. Þú getur tekið upplýsta ákvörðun áður en þú skuldbindur þig með kaupum á ferð til Budapest.

Endurgreiðsla á flugmiða er allt að 180 Evrum

Til að lækka ferðakostnað þá bíður Madenta þér allt að 180 Evru greiðslu. Þessi fjárhæð er endurgreidd í Búdapest.

Ókeypis akstur til og frá flugvelli

Bílstjórinn okkar sækir þig og ekur til gististaðar og til baka í flug að meðferð lokinni.

Ein ókeypis nótt á gististað sem er í samstarfi við Madenta

Við greiðum fyrir fyrstu nóttina. Samstarfshótelin okkar eru í hjarta borgarinnar og bjóða upp á rúmgóð og þægileg herbergi í göngufæri við Madenta tannlækanstofuna.

Eins og heima
en að heiman

Gunnar, íslenski tengiliðurinn okkar, mun, ásamt enskumælandi starfsfólki okkar, skipuleggja alla þætti ferðarinnar. Þau munu tryggja að heimsókn þín til Madenta og Budapest verði eins þægileg og ánægjuleg og kostur er.

Kynnist
Ungverjalandi!

Madenta býður þér til kvöldverðar á veitingastað í göngufæri við gististaðinn. Þar gefst gott tækifæri til að kynnast samferðamönnum og til þess að hitta tannlækna og annað starfsfólk Madenta.

Upplifðu Budapest með okkur!

Komdu með okkur í ókeypis skoðunarferð undir leiðsögn íslenskrar konu sem býr í Budapest. Þessi ferð er tilvalin til að kynnast einni fallegustu og merkilegustu borg Evrópu.

Önnur þjónusta samstarfsaðila

Því ekki að nota tækifærið og prófa hágæðameðferð samstarfsaðlia okkar (lýtalækna, fót- og handsnyrtingu, gleraugu, nudd o.fl. ) Mundu að láta vita fyrirfram af þeim áhuga til að fá upplýsingar um verð og tímapantanir.

Verðlisti

Algengustu meðferðirnar

Alhliða skoðun, ráðgjöf
Djúphreinsun og fæging 80 €
ZOOM tannhvíttun (efri og neðri gómur) 415 €
Krónur með 3D prentuðum málmramma, postulín from 290 €
Krónur Zirconium 420 €
Tannplannti Alpha-Bio Tec. MultiNeo™ 540 €
NobelReplace® CC Tannplantar 820 €
Tannplannta tengi Alpha-Bio Tec. frá 140 €
All-on-4, verð per góm frá 13 000 €
Svæfing 700 €
Deyfing 15 €/stk

Fegunaraðgerðir

Botox meðferð frá 140 €
Meðferð með hýalúrónsýru fylliefni frá 255 €
Varafylling frá 310 €
Fjarlægja fæðingabletti frá 140 €
Ofsvitnun (e. hyperhidrosis) frá 550 €

Verð á tannheilsuvikunni

Flugmiði kostar um 200-250 €
Gisting frá 76 €/nótt

Viltu koma með?

TENGILIÐUR OKKAR Á ÍSLANDI

Hér er Gunnar! Tengiliður Madenta á Íslandi sem hefur persónulega reynslu af tannlækningum í Ungverjalandi. Hann átti margra kosta völ og valdi Madenta. Hann eru meðvitaður um væntingar og þarfir íslendinga, sem gerir hann að þínum besta aðstoðarmanni. Hann kemur ekki eingöngu á tengslum milli þín og Madenta heldur verður hann þér innan handar allt ferlið í Budapest í Tannheilsuvikunni.

Þegar kemur að tannviðgerðum,

er ekki mikilvægt að fá fullkomna þjónustu sem er hverrar krónu virði? Hví ekki að fara til Búdapest og heimsækja eina af leiðandi tannlæknastofum borgarinnar, Madenta?

Það er kjörið að slást í för með Gunnari, tengilið okkar á Íslandi sem fer hér í stuttu vídéói yfir hvernig ferlið er. Kíktu á það og losaðu þig við efasemdir ef einhverjar eru

Gunnar Jónatansson

Myndbönd

Sérfræðingar okkar

Tannlæknar okkar eru sérhæfðir á öllum sviðum tannlækninga,m.a. tann-fegrunaraðgerðum, gerð tannplanta, skurðaðgerðum, tannsmíði og barnatannlækningum. Vegna fjölda sjúklinga og meðferða, strangra krafna um þjálfun og öflugs gæðaeftirlits tryggjum við ávallt nýjustu meðferðarúræði. Það skiptir ekki máli hversu flókna þjónustu þú þarft, þú ert í góðum höndum hjá okkur!

Madenta gæðaviðmið eru sett af kröfuhörðum yfirlæknum Madenta; Dr. György Péter, yfirskurðlækni stofunnar og Dr. Dávid Farkas sérfræðingi í tanngerfum með áherslu á fegrunartannlækningar.

Viltu heyra
hvað aðrir segja
um okkur?

Fyrsta flokks meðferð, tækni og sérfræðingar

Við stöndum uppúr

Madenta er ein örast vaxandi og virtasta tannlæknastofa Ungverjalands. Framúrskarandi stofa staðsett í hjarta Búdapest og fylgir ítrustu kröfum og stöðlum Evrópu er kemur að hreinlæti, tann- og skurðlækningum.

Með yfir 20 ára reynslu og meira en 100.000 ánægða viðskiptavini, teljum við að lykillinn að góðum árangri okkar sé sérhæfni til að koma til móts við þarfir erlendra viðskiptavina okkar. Sérfræðingar okkar hafa reglulega meðhöndlað erlenda viðskiptavini m.a frá Íslandi, í áraraðir.

Vinsælustu meðferðirnar

Eftirsóttustu meðferðirnir af okkar íslensku viðskiptavinum eru oft flóknar og viðamiklar:

  • Tannplantaaðgerðir
  • Tanngerfi (gómar)
  • Fegrunar tannlækningar og fullkomin virkni tanna
  • Lausir og fastir gómar
  • Uppbygging á heilum tanngerfum, m.a. með ALL-ON-4 aðferðinni.

Við erum ekki tannviðgerðaverksmiðja

Við erum EKKI tannviðgerðaverksmiðja og höfum ekki trú á „færibandavinnu“ þegar kemur að tannlækningum. Fyrir utan góð gæði og gott verð, þá skiptir ending mjög miklu máli fyrir erlenda viðskiptavini okkar. Með nýjustu tækni, búnað, efni og aðstöðu getum við sinnt meðferðinni á skömmum tíma. Hraði er þó aldrei á kostnað öryggis og gæða þjónustunnar.

Tækni framtíðarinnar

Til að auka nákvæmni, hraða og hámarksárangur notum við alla nýjustu tækni sem völ er á eins og t.d munnskanna frá 3Shape TRIOS®. Með því að nota munnskanna spörum við dýrmætan tíma (stundum nokkra daga) fyrir sjúklinga okkar þar sem mót eru send samstundis til tannsmiða sem geta hafist handa innan nokkura mínútna. Það er ekki aðeins tími sem sparast heldur er nákvæmni í stafrænni mótagerð með þeim hætti að mistök við gerð þeirra heyra sögunni til og stytta heildarmeðferðartímann. Þessir þættir gera okkur kleift að að veita gæðaþjónustu á tiltölulega stuttum tíma.

Viltu koma með?

Fáðu sem mest út úr ferðinni!

Skilyrði fyrir þátttöku

 

  1. Að vera með gilt meðferðartilboð frá sérfæðingum Madenta
  2. Að vera með staðfest flug til Budapest, bókað fyrir 4. apríl

Athugaðu einnig

EKKI HIKA – Þetta einstaka tilboð er sniðið að 18-20 einstaklingum, ekki hika þar sem sætin fyllast hratt.

BÓKIÐ FYRIRFRAM! – Ekki gleyma að láta Gunnar vita ef þú hefur áhuga á:

  • Túlkaþjónustu á meðan á dvöl stendur
  • Ráðgjöf vegna lýtalækninga
  • Annarri þjónustu t.d. fótsnyrtingu, handsnyrtingu, nuddi, sjónmælingu, gleraugum eða öðru.

FORGANGSMÁL

Athugið að við setjum tannheilsu þína í forgang þessa viku. Þess vegna er mikilvægt að öll önnur þjónusta eða viðburðir sem þú sækist eftir sé skipulögð í í samráði við tannlækni og stangist ekki á við bókaða tíma þína hjá Madenta.

PANTA ÓKEYPIS TÍMA MEÐ RÁÐGJAFA

Ertu með spurningar?

Taktu fyrsta skrefið í átt að bjartara brosi og pantaðu símtal! Það verður hringt í þig innan sólarhrings.