Viltu koma með?

Viltu koma með?

Fly in tilbo

TVÆR NÆTUR FRÍAR!

Láttu Madenta um að greiða fyrir tvær fyrstu nætur heimsóknarinnar. Samstarfshótel okkar eru í hjarta borgarinnar og bjóða rúmgóð og þægileg herbergi í aðeins örfárra mínútna göngufjarlæg frá tannlæknastofunni .

TENGILIÐUR Á ÍSLANDI

Hafðu samband við tengilið okkar á Íslandi. Rósa veitir allar upplýsingar og svarar spurningum sem gætu vaknað áður en þú tekur ákvörðun. Hún getur útskýrt hvernig meðferðir ganga fyrir sig og aðstoðað við að skipuleggja dvölina í Budapest.

ÓKEYPIS FERÐIR TIL OG FRÁ FLUGVELLI

Bílstjóri á okkar vegum mun sækja þig á flugvöllinn í Budapest. Hann verður með skilti með nafninu þínu á. Við bjóðum ókeypis ferðir til og frá flugvelli og að dvalarstað þínum eða beint á tannlæknastofuna.

PANORAMIC RÖNTGENMYNDATAKA

Á okkar fyrsta fundi færðu fría ráðgjöf hjá tannlækni um allt sem varðar meðferð þína og svör ef spurningar vakna. Tilboð okkar inniheldur nákvæma meðferðaráætlun sem byggir á þessari ráðgjöf og niðurstöðum þrívíddar-röntgenmyndatöku.

SVEIGJANLEGIR FERÐAMÖGULEIKAR

Annaðhvort kýst þú að ferðast sjálfstætt eða í hóp, við gerum það auðvelt fyrir þig! Tengiliður okkar mun hjálpa þér að velja úr öllum tiltækum valkostum sem henta þínum óskum og tímaáætlun: Vinsælu tannheilsuvikurnar okkar eru haldnar á þriggja mánaða fresti og innihalda fjölbreytta dagskrá og skemmtun í heila viku, en tannheilsuvika „light“ er í boði mánaðarlega og gefur þér meira frelsi til að skipuleggja dvöl þína í Búdapest.

VELDU ÞAÐ SEM HENTAR ÞÉR, HEIL
TANNHEILSUVIKA & „LIGHT“ TANNHEILSUVIKA

Hvort sem þér hentar að ferðast sjálfstætt eða í hópi, þá bjóðum mismunandi valkosti fyrir ferðatilhögun þína til Búdapest og Madenta

1 Tannheilsuvika

Vinsælu tannheilsuvikurnar okkar eru í boði á 3 mánaða fresti og innihalda fjölbreytta dagskrá og skemmtun í heila viku. Tannheilsuvikur snúast um að slá tvær flugur í einu höggi: þú getur varið ógleymanlegri viku í fallegu höfuðborginni okkar með samferðamönnum þínum og okkur og á sama tíma færst nær bjartara brosi!

Hvernig gæti dagskráin litið út?

 • Skoðunarferð um borgina með íslenskmælandi fararstjóra.
 • Óformleg heimsókn utan opnunartíma til Madenta til að skoða stofuna og hitta tannlæknana áður en meðferð þín hefst!
 • Ókeypis kvöldverður í miðbænum
 • + 1 valfrjáls viðburður í vikunni til að kynnast Búdapest betur (háð veðri og framboði í í Budapest hverju sinni)
 • Lokaviðburður: Vínsmökkun.

Hver er ávinningurinn?

 • Íslenski tengiliðurinn okkar verður viðstaddur alla vikuna.
 • Tvær fríar nætur hjá einum af samstarfsgististöðum okkar, að eigin vali (allir mjög nálægt Madenta). Þeir tryggja einnig viðskiptavinum okkar bestu verð fyrir umframnætur.
 • Ókeypis akstur frá / til flugvallar í Búdapest.
 • Ókeypis röntgenmyndataka og ráðgjöf.
 • Við gerum okkar besta til að þú snúir aftur heim með geilsandi bros. 😊

2 Tannheilsuvika “light”!

Ef þú kýst að ferðast í hópi og hafa fararstjóra þér til halds og traust, bæði á leiðinni til Budapest og við upphaf meðferðar, en vilt skipuleggja frítíma þinn í Budapest sjálf/ur, þá er léttari útgáfa tannheilsuvikunnar líklega eitthvað fyrir þig. Íslenski tengiliðurinn okkar ferðast með þér frá Íslandi á laugardegi og er til staðar fyrir þig fram á þriðjudag.

 • Þú heldur síðan áfram í meðferð út vikuna og ferðast á eign vegum heim að henni lokinni.
 • Þú færð tvær fríar nætur á samstarfsgististöðum Madenta sem einnig tryggja þér besta verð fyrir aðrar nætur. Allir gististaðirnir eru í næsta nágrenni við Madenta.
 • Madenta býður þér upp á kvöldverð í miðbænum þar sem þú hittir hluta af starfsfólki Madenta.
 • Ókeypis skoðun og röntgenmyndataka.
 • Að sjálfsögðu verður þér ekið á flugvöllinn, báðar leiðir, án endurgjalds.
Mánaðarlegar „light“ tannheilsuvikur framundan: 23-26. Október, 20-23. Nóvember, 4.-7. Desember

3 Ferðast á eigin vegum

Fyrir þá sem kjósa að fara á eigin vegum og henta betur aðrir tíman en tannheilsuvikur; það er ekki vandamál! Allir sem koma til Madenta njóta sömu athygli og gæðaþjónustu. Íslenski tengiliðurinn okkar mun aðstoða þig við skipulagningu og ferðatilhögun og sjá til þess að þú hafir allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi dvöl þína og fyrirhugaða tannlækningar. Eins og allir okkar íslensku viðskiptavinir muntu einnig fá eftirfarandi frá okkur:

 • Tvær fríar nætur á samstarfsgististöðum Madenta sem einnig tryggja þér besta verð fyrir aðrar nætur. Allir gististaðirnir eru í næsta nágrenni við Madenta.
 • Ókeypis ferðir til og frá flugvelli í Budapest.
 • Ókeypis skoðun og röntgenmyndataka.

LÆKNARNIR OKKAR

Hjá Madenta starfa 14 reyndir tannlæknar, 4 tannhreinsunarfræðingar og öflugt teymi aðstoðarfólks sem tryggir þér hágæða þjónustu. Tannlæknar okkar eru sérhæfðir á öllum sviðum tannlækninga m.a. fegrunartannlækningum, tannígræðslum (implantoligy), skurðaðgerðum, tanngerfum og barnatannlækningum. Stór hópur viðskiptavina, strangar kröfur um menntun og reynslu og öflugt öryggis og gæðaeftirlit gerir það að verkum að við getum boðið nýjustu og bestu tannaðgerðir og meðferðir sem völ er á. Það er alveg sama hversu krefjandi meðferð þú þarft, þú ert í góðum höndum hjá okkur!

ÁTTU TIL MEÐFERÐARÁÆTLUN OG VERÐTILBOÐ FRÁ ANNARI TANNLÆKNASTOFU?

Það kemur kannski á óvart, en þú munt klárlega fá eins mörg og mismunandi meðferðar- og verðtilboð eins og stofurnar sem þú leitar til, eru margar. Það er ekki auðvelt, sem leikmaður, að sigla þenna stórsjó tilboða, það er mikið í húfi þegar um er að ræða tennurnar þínar.  Þessvegna viljum við gjarnan aðstoða! Hafir þú þegar fengið eitt eða fleiri verðtilboð, sendu okkur þau í tölvupósti svo sérfræðingar okkar geti yfirfarið og borið saman, gert þér grein fyrir muninum á þeim og einnig lagt til það sem þeim finnst best henta þér? Með nægar viðeigandi upplýsingar getur þú valið besta tilboðið út frá faglegu sjónarmiði, kostnaði og þægindum.  Þessi einstaka þjónusta okkar er án endurgjalds!

UPPLIFÐU
TANNLÆKNASTOFUNA

okkar innanfrá!

PANTA ÓKEYPIS TÍMA MEÐ RÁÐGJAFA

ERTU MEÐ SPURNINGAR?

Taktu fyrsta skrefið í átt að bjartara brosi og pantaðu símtal! Það verður hringt í þig innan sólarhrings.