Eru brúnir blettir á tönnunum? Finnst þér tennurnar ekki lengur hvítar? Þetta er tannsýkla, mjúkur, þunnur hjúpur, myndaður úr matarleifum, bakteríum, munnvatni og dauðum frumum, sem límist utan á tennurnar. Ekki er hægt að fjarlægja hana með venjulegum tannbursta. Tannsýkla safnar í sig munnbakteríum og getur valdið tannskemmdum. Við mælum með alhliða tannhreinsun hjá tannlækni eða tannhreinsunarsérfræðingi amk tvisvar á ári. Tilvalið er að láta framkvæma hana á sama tíma og regluleg skoðun fer fram.

Hvernig er hún framkvæmd?

Tannsteinn í efri og neðri gómum er fjarlægður með sérstöku hljóðbylgjutæki. Hreinsunin getur valdið óþægindum þeim sem eru með viðkvæmar tennur. Best væri fyrir þá að fá staðdeyfingu fyrir þessa meðferð. Að lokum eru tennur hreinsaðar vel með svokölluðu Prophylex-tæki.

Fyrsta skref: Tennur yfirfarnar með hljóðbylgjutæki og tannsteinn fjarlægður

Tannhreinsunarsérfræðingur byrjar á að hreinsa óhreinindi og tannstein af yfirborði tanna með hljóðbylgjutæki tæki sem skemmir ekki glerunginn og veldur ekki sársauka. Glerungurinn fær eðlilegan lit og mjúka áferð.

Meðferðin tekur á bilinu 15-45 mínútur (ræðst af magni tannsteins)


Annað skref: Prophyflex sandblasting meðferð

Tannburstun og hreinsun. Með sérstöku tæki er bakteríum eytt og litamunur jafnaður með vatni og söltum.  Litamunur getur orðið vegna drykkju á kaffi, svörtu tei, reykinga og litarefna í mat.  Hreinsunin fjarlægir bakteríur af glerungi en skaðar ekki yfirborð tanna.  Það verður mjúkt, hreint og glansandi svo bakteríur ná þar ekki bólfestu aftur vikum saman. Prophyflex sandblasting tækið hjálpar til við að ná upprunalegum lit tanna og gera bros þitt bjartara.

Meðferðin tekur 5-20 mínútur.

Þriðja skref: Fæging

Hægt er að fægja tennur með tannkremi eða bursta með litlum haus. Hægt er að fá sérstakt tannkrem eins og t.d án flúors, án mentols eða milt tannkrem.

Meðferðin tekur 10-15 mínútur.

Fjórða skref: Leiðbeiningar

Tannhreinsunarfræðingurinn leiðbeinir um umhirðu tanna. Þú skoðar hversu árangursríkar þínar daglegu venjur við tannhreinsun eru og hvort þú notir réttu áhöldin. Ef á þarf að halda getum við útvegað þér ný og betri áhöld. Notarðu rétta tannkremið? Þarftu að nota tannþráð eða betri bursta? þú færð svörin við þessum spurningum hjá tannhreinsunarsérfræðingi okkar.

Meðferðin tekur 5-10 mínútur.

Pantaðu núna!

Ertu með spurningar?