Það er sameiginlegur draumur flestra að hafa fallega hvítar tennur en það er ekki öllum gefið frá náttúrunnar hendi. Við tannhvíttun með bleikingu lýsist litur tanna þegar bleikingargelið opnar aðgengi súrefnis að glerungnum. Um langt skeið var tannhvíttun með bleikingu notuð til að jafna lit tanna vegna sjúkdóma og annara breytinga. Nú er meðferðin fyrst og fremst framkvæmd í fegrunarskyni. Nútímaleg tækni við tannhvíttun með bleikingu er mild og skaðlaus. Fyrir meðferð þarf þó að ganga úr skugga um heilbrigði góms og tanna og er mjög mikilvægt að byrja á að fá faglega skoðun og hreinsun. Almennt er um tvenna meðferðarmöguleika að ræða; hvíttun á stofu eða heimahvíttun.

Tannhvíttun á stofu – Zoom 6% kerfið

ZOOM er vísindalega viðurkennd aðferð við að hvítta tennur. Hún er örugg og mjög fljótvirk. Tennur þínar verða miklu hvítari en áður á um klukkustund. Magn vetnisperíoxíðs í hvíttunarefninu var minnkað í 6% skv reglum Evrópusambandsins en virkni þess er óbreytt. Þessi lausn hentar vel til að hvítta gular tennur og litamun vegna kaffi og tedrykkju og reykinga. Zoom er kjörin leið til að árangri hratt og vel.  Þeir sem geta ekki notað hvíttunargóm eða vilja enn hraðvirkari árangur geta einnig gengist undir aðgerð. Þá eru tennur fyrst hreinsaðar vel. Settur er varnadúkur á viðkvæma góma og síðan er hvíttunargelið borið á tennur.

Þá er sett Zoom lýsing með sérstökum lampa og er það látið bíða í 15 mínútur áður en gelið er hreinsað af tönnunum.  Fyrir bestan árangur þarf að framkvæma þessa aðgerð nokkrum sinnum. Meðferðin tekur 1,5-2 klukkustundir.

Opalescence® – Heimahvíttun

Áður en hvíttun hefst þarf að láta tannhreinsunarfræðing yfirfara og hreinsa tennur og tannlækni kanna ástand fyllinga og viðgerða, áður er mót er tekið af tönnum. Í næstu heimsókn til tannlæknis fær viðskiptavinur sérsmíðaðan hvíttunargóm sem er bæði þægilegur í notkun og hámarkar árangur meðferðar.

Gengið er úr skugga um að gómurinnn passi vel.  Farið er nákvæmlega yfir hvernig á að nota hann og hvíttunarefnin. Skráður er þinn eiginlegi tannlitur til þess að hægt sé að fylgjast með breytingunni.

Er hægt að hvítta krónur og fyllingar?

Krónur, brýr, innlímda fyllingar og amalgam fyllingar er ekki hægt að hvítta/bleikja. Aðeins náttúrulegar tennur.  Þessvegna er mikilvægt að byrja á því að fá tannhvíttunarmeðferð og fá síðan nauðsynlegar viðgerðir.  Þannig er hægt að auka áhrif meðferðar og ná fram bjartara brosi.

Pantaðu núna!

Ertu með spurningar?