Það getur verið erfið ákvörðun að leita sér þjónustu tannlæknis í ókunnu landi og margar spurningar vakna. Þú ert í öruggum höndum hjá okkur! Við eigum mjög gott samstarf við okkar íslensku tengiliði sem sjálfir hafa leitað slíkrar þjónustu í Ungverjalandi og völdu Madenta!
Gunnar þekkir Budapest vel, gæði þjónustu þar, verðlagningu og hjá okkur er hann eins og heima hjá sér. Á sama tíma eru hann meðvitaður um þarfir og væntingar samlanda sinna – sem gerir honum kleift að veita þér góða þjónustu!
Fyrir utan að tengja þig við okkur hjá Madenta eru hann tilbúinn að aðstoða þig eftir þörfum í gegnum allt ferlið frá því þú hefur samband og þar til meðferð lýkur.
Ólíkt heimamönnum þá ertu í Ungverjalandi í takmarkaðan tíma svo okkar hlutverk er að tryggja þér þá athygli og sveigjanleika sem þarf varðandi tímapantanir, skipulag meðferðar, tannsmíði og framvindu alla innan þess tímaramma sem við höfum. Við tryggjum að öll okkar aðstaða sé til reiðu fyrir þig og hversu flókin og krefjandi sem meðferðin kann að vera, að öllum okkar gæðakröfum sé fullnægt. Í mörgum tilfellum gefum við viðskiptavinum okkar fleiri en einn tíma samdægurs til að tryggja að hægt verði að klára meðferð samkvæmt áætlun. Sveigjanleiki og hraði eru ekki aðeins mikilvæg þegar þú ert á staðnum heldur í gegnum allt ferlið frá þú fyrst hefur samband. Þegar við höfum fengið senda röntgenmynd frá Íslandi mun tengiliður okkar þar, senda þér sérhannaða áætlun og tilboð frá okkur þar sem allar upplýsingar um meðferð, kostnað og tímaramma koma fram. Ef fleiri en einn meðferðarmöguleiki er í stöðunni færðu valkostina senda svo þú getir valið um meðferð.
Fyrir utan gæðaþjónustu og gott verð hjá okkur, er tíminn sem meðferðin tekur mikilvægur þáttur fyrir sjúklinga okkar sem koma erlendis frá. Með nýjustu tækni, búnað, efni og aðstöðu getum við sinnt meðferðinni á skömmum tíma. Hraði er þó aldrei á kostnað öryggis og gæða þjónustu. Við erum ekki „tannviðgerða-verksmiðja“ og okkur hugnast ekki „færibandavinna“ í okkar störfum.Okkar sameiginlega markmið er að vera í fararbroddi, bæði hvað varðar tæknilegar nýjungar í tannlækningum sem og að sinna okkar sjúklingum sem allra best.
Við notum nýjustu tækni á öllum sviðum. Á staðnum höfum við CB-CT beinskanna, röntgentæki sem taka heilmyndir, Zeiss skurðaðgerðarsmásjá, þríviddarprentara og það nýjasta er hin hraðvirkandi All-on-4 tækni. Til að auka nákvæmni, betri hönnun og hraða með sem næst fullkomnum árangri höfum við tekið í notkun 3Shape TRIOS® skanna sem er sannarlega framtíðartækni. Með honum er hægt að búa til fullkomlega nákvæm mót af tönnum án óþæginda og á fljótvirkan hátt. Líkur á göllum eða lagfæringum eru í lágmarki og útkoman er framúrskarandi!
Okkar erlendu viðskiptavinir koma flestir í þeim tilgangi að fá tannplanta- og/eða fegrunarmeðferðir. Þær sækjast eftir heilbrigðu og björgtu brosi sem þeir geta verið stoltir af að sýna.
Við gerum okkar besta til að uppfylla slíkar væntingar og drauma! Dr. György Péter, yfirskurðlæknir stofunnar og Dr. Dávid Farkas sérfræðingur í tanngerfum með áherslu á fegrunartannlækningar, hafa sinnt okkar erlendu viðskiptavinum, að Íslendingum meðtöldum, reglulega um árabil. Engin verkefni á þessu sviði eru þeim ofvaxin. Báðir búa yfir yfirgripsmikilli sérþekkingu og færni hvor á sínu sviði og saman er þeim ekkert ómögulegt!
Dr. György hefur sérhæft sig í tannplantameðferðum, ígræðslu tanna og skyldum skurðaðgerðum. Hanns sérgrein felur í sér m.a. að koma fyrir tanngerfum strax í kjölfar tannplantaísetningar, fjölbreyttar lausnir tannplanta með CAD/CAM tækni, beinuppbyggingu og úrdrátt vísdómstanna.
“Tannplantar færa viðskiptavinum aukin lífsgæði á margvíslegan hátt; ekki aðeins gera þeir þeim fært að tyggja mat, heldur styrkja þeir sjálfsmynd sem hefur jákvæð áhrif á félagslíf fólks”.
Tannlækningar eru almennt ódýrari í Ungverjalandi einfaldlega vegna þess að allt er ódýrara þar en í Vestur Evrópu. Allt hráefni sem notað er á ungverskum tannlæknastofum er frá sömu framleiðum og af sömu gæðum og bjóðast í Vestur Evrópu. Lægri launakostnaður, ódýrari yfirbygging og rekstrarkostnaður bæði stofa og rannsóknarstofa er ástæða hagstæðari verðlagningar.
Þó svo að Madenta sé af fagaðilum talin í flokki bestu tannlæknastofa landsins þá endurspeglar verðlagning það ekki. Þökk sé stórum hópi traustra viðskiptavina og samstarfsaðila. Vegna þessa erum við í aðstöðu til að halda verðlagningu okkar hagstæðri en sambærilegar stofur. Við höfum þróað aðlaðandi pakkatilboð fyrir erlenda viðskiptavini og bjóðum þeim að velja úr mismunandi meðferðarmöguleikum sem henta hverjum og einum.
Það borgar sig alltaf að skoða fleiri en einn möguleika þegar við ætlum að kaupa eitthvað. Einnig er sjálfsagt að fá tilboð frá fleiri en einum tannlækni þegar ráðast á í viðamiklar tannviðgerðir. Það kemur kannski á óvart en tilboðin geta verið eins mörg og ólík eins og tannlæknarnir eru margir í Budapest.
Ástæðan er sú að hvorki meðferðir eða framsetning á verðum er samræmt. Það getur því verið flókið fyrir leikmann að túlka hvað í tilboðunum felst og átta sig á földum kostnaði sem oftar en ekki leynist í þeim.
Gefðu okkur tækifæri!
Ef þú ert með tilboð í höndunum, sendu okkur það. Sérfræðingar okkar búa til sambærilegt eða jafnvel veglegra tilboð sem við ábyrgjumst að standist fullkomlega. Þær upplýsingar hjálpa þér að finna hagkvæmasta tilboðið hvað varðar fagmennsku, kostnað og þægindi ásamt fleiru!
Þessi einstaka þjónusta okkar er án endurgjalds!
ÁTTU TIL MEÐFERÐARÁÆTLUN OG VERÐTILBOÐ FRÁ ANNARI TANNLÆKNASTOFU?
Við leggjum okkur fram um að leggja íslendingum lið við að fóta sig bæði í meðferðinni hjá okkur og dvölinni í Budapest. Frá því þú fyrst hefur samband við okkur munum við aðstoða þig og halda í höndina á þér alla leið! Okkar íslensku tengiliðir munu aðstoða þig frá því að ferðalagið hefst og þangað til þú ert komin til okkar hjá Madenta.
Flora þjónustufulltrúinn okkar er enskumælandi og leiðir þig í gegnum ferlið, frá því að bóka flug og gistingu, útvega ókeypis far til og frá flugvelli, bóka tíma hjá tannlæknum ogsvfrv. Þegar þú kemur til Budapest er hún til staðar og getur svara öllum þeim spurningum sem kunna að vakna um meðferðina eða Budapest. Við getum útvegað túlk til að vera viðstaddan meðferðina ef á þarf að halda.
Fáir myndu kalla meðferð hjá tannlækni “skemmtun” en við getum aðstoðað þig við að blanda saman meðferð og skemmtun! Budapest er stórbrotin borg og engin tilviljun að hún hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Við gætum ekki verið meira misvæðis en raun ber vitni. Þeir staðir í borginni sem gætu verið áhugaverðastir eru í göngufæri.
Á vinnu okkar er 1-5 ára ábyrgð, mismunandi eftir því hvers eðlis hún er að því gefnu að þú komir til okkar í reglulegt eftirlit svo við getum fullvissað okkur um að gæði og útlit standist tímans tönn. SmileWarp tæknin sem við bjóðum upp á, hjálpar okkur við þetta. SmileWarp er tækni, sú fyrsta sinnar tegundar í heimi tannlækninga til að afrita og geyma með stæfrænum hætti fullkomna mynd/mót af tönnum/brosi ( hvort sem um er að ræða upprunalega, eftir endurnýjun eða hverskonar meðferð).
Hefðir þú áhuga á að nýta þér annarskonar heilbrigðisþjónustu en tannlækningar? Budapest býður upp á hagstæða þjónustu augnlækna, lýtalækna ásamt fjölbreyttri heilbrigðisþjónustu annarri.
Til að mæta þörfum viðskiptavina Madenta höfum myndað góð viðskiptatengsl við virtar og vel þekktar einkareknar læknastöðvar. Sem viðskiptavinur Madenta bjóðast þér afslættir hjá þeim. Þegar við stofnum til samstarfs er horft til margvíslegra þátta allt frá staðsetningu til gilda og gæðastefnu. Við gerum engar málamiðlanir heldur vinnum við eingöngu með þeim sem gera sömu gæðakröfur til eigin þjónustu og við hjá Madenta. Þú ert því í góðum höndum hjá samstarfsaðilum okkar. Fáðu nánari upplýsingar hjá þjónustufulltrúum okkar.