skref 1 – Hafðu samband

Hafðu samband í gegnum heimasíðuna eða á netfangið [email protected] Ef þú vilt tilboð og meðferðaráætlun þarftu að senda okkur röntgenmynd, heilmynd af munni og einfalda mynd af tönnunum sem þú getur tekið á símann þinn.

skref 2 – Meðferðaráætlun og tilboð

Tannlæknir okkar skoðar röntgenmyndina og býr til nákvæma meðferðaráætlun þar sem fram koma mikilvægar upplýsingar um allt sem í henni felst, tímalengd og fjölda heimsókna.

skref 3 – Skipulögð dvöl

Ákveðir þú að fara til tannlæknis í Ungverjalandi getum við aðstoðað við að skipuleggja ferðina. Veldu þá daga sem henta þér best, bókaðu tíma hjá okkur, keyptu þér flugmiða og við sjáum um rest. Vinsamlega sendu okkur staðfestingu á flugmiðakaupum ( skjámynd dugar) og þá staðfestum við bókaða tíma.

skref 4 – Koma til Budapest og dvalarstaður

Þegar þú kemur til Budapest færðu hjá okkur fría forskoðun, ráðgjöf og kynningu á meðferðartillögu okkar. Við aðstoðum þig við að ákveða hvort og hvenær þér hentar best að hefja meðferð. Við getum einnig aðstoðað við að bóka gistingu í gegnum samstarfshótel og íbúðir sem eru í næsta nágrenni við stofuna okkar. Þar bjóðast þér afsláttarkjör svo ekki hika við að fá leiðbeiningar eða bókunaraðstoð hjá okkur ef það hentar þér.

skref 5 – Meðferðin

Ef þú ákveður að hefja meðferð eftir skoðun og kynningu þá getur hún í raun hafist hvenær sem þér hentar. Þú munt þurfa að koma aftur til Budapest, (nema að dvöl þín sé amk 10 daga löng) til að hefja meðferðina. Þar sem þarfir viðskiptavina eru mjög misjafnar þá er mikilvægt að við staðfestum tíma með viðkomandi tannlækni og nauðsynlegan dvalartíma í borginni út frá þinni meðferðaráætlun.

skref 6 – Heimferð frá Budapest

Að meðferð lokinni ferðu heim aftur með nýtt og fallegt bros og endurnýjaða sjálfsmynd. Til að viðhalda ábyrgð og til að uppfylla ábyrgðarskilmála Madenta er gert ráð fyrir árlegri skoðun hjá okkur.

VELDU ÞAÐ SEM HENTAR ÞÉR, HEIL
TANNHEILSUVIKA & „LIGHT“ TANNHEILSUVIKA

Hvort sem þér hentar að ferðast sjálfstætt eða í hópi, þá bjóðum mismunandi valkosti fyrir ferðatilhögun þína til Búdapest og Madenta

1 Tannheilsuvika

Vinsælu tannheilsuvikurnar okkar eru í boði á 3 mánaða fresti og innihalda fjölbreytta dagskrá og skemmtun í heila viku. Tannheilsuvikur snúast um að slá tvær flugur í einu höggi: þú getur varið ógleymanlegri viku í fallegu höfuðborginni okkar með samferðamönnum þínum og okkur og á sama tíma færst nær bjartara brosi!

Hvernig gæti dagskráin litið út?

 • Skoðunarferð um borgina með íslenskmælandi fararstjóra.
 • Óformleg heimsókn utan opnunartíma til Madenta til að skoða stofuna og hitta tannlæknana áður en meðferð þín hefst!
 • Ókeypis kvöldverður í miðbænum
 • + 1 valfrjáls viðburður í vikunni til að kynnast Búdapest betur (háð veðri og framboði í í Budapest hverju sinni)
 • Lokaviðburður: Vínsmökkun.

Hver er ávinningurinn?

 • Íslenski tengiliðurinn okkar verður viðstaddur alla vikuna.
 • Tvær fríar nætur hjá einum af samstarfsgististöðum okkar, að eigin vali (allir mjög nálægt Madenta). Þeir tryggja einnig viðskiptavinum okkar bestu verð fyrir umframnætur.
 • Ókeypis akstur frá / til flugvallar í Búdapest.
 • Ókeypis röntgenmyndataka og ráðgjöf.
 • Við gerum okkar besta til að þú snúir aftur heim með geilsandi bros. 😊

2 Tannheilsuvika “light”!

Ef þú kýst að ferðast í hópi og hafa fararstjóra þér til halds og traust, bæði á leiðinni til Budapest og við upphaf meðferðar, en vilt skipuleggja frítíma þinn í Budapest sjálf/ur, þá er léttari útgáfa tannheilsuvikunnar líklega eitthvað fyrir þig. Íslenski tengiliðurinn okkar ferðast með þér frá Íslandi á laugardegi og er til staðar fyrir þig fram á þriðjudag.

 • Þú heldur síðan áfram í meðferð út vikuna og ferðast á eign vegum heim að henni lokinni.
 • Þú færð tvær fríar nætur á samstarfsgististöðum Madenta sem einnig tryggja þér besta verð fyrir aðrar nætur. Allir gististaðirnir eru í næsta nágrenni við Madenta.
 • Madenta býður þér upp á kvöldverð í miðbænum þar sem þú hittir hluta af starfsfólki Madenta.
 • Ókeypis skoðun og röntgenmyndataka.
 • Að sjálfsögðu verður þér ekið á flugvöllinn, báðar leiðir, án endurgjalds.
Mánaðarlegar „light“ tannheilsuvikur framundan: 19-22. febrúar, 23-26. apríl 2022

3 Ferðast á eigin vegum

Fyrir þá sem kjósa að fara á eigin vegum og henta betur aðrir tíman en tannheilsuvikur; það er ekki vandamál! Allir sem koma til Madenta njóta sömu athygli og gæðaþjónustu. Íslenski tengiliðurinn okkar mun aðstoða þig við skipulagningu og ferðatilhögun og sjá til þess að þú hafir allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi dvöl þína og fyrirhugaða tannlækningar. Eins og allir okkar íslensku viðskiptavinir muntu einnig fá eftirfarandi frá okkur:

 • Tvær fríar nætur á samstarfsgististöðum Madenta sem einnig tryggja þér besta verð fyrir aðrar nætur. Allir gististaðirnir eru í næsta nágrenni við Madenta.
 • Ókeypis ferðir til og frá flugvelli í Budapest.
 • Ókeypis skoðun og röntgenmyndataka.

Gistiaðstaða

Gæða gistiaðstaða í miðborg Budapest, bæði íbúðir og hótel, er ódýr. Við getum aðstoðað við að velja og ákveða hvar þú vilt dvelja.
Við höfum samið um sérverð við eftirtalin hótel og íbúðir í næsta nágrenni við Madenta.  Ef þú ákveður að dvelja þar getum við aðstoðað við bókunina.

Samstarafshótel og íbúðir í Budapest

Upplýsingar um Budapest

Budapest er menningarstórborg. Þar er eitt af fallegustu óperuhúsum heims. Einnig eru í borginni haldnar stórar tónlistarhátíðir eins og hin fræga Sziget festival og Real European Woodstock en báðar draga þær að mikinn fjölda fólks árlega.

Hér má finna meiri upplýsingar um Budapest.

ERTU MEÐ SPURNINGAR?

Taktu fyrsta skrefið í átt að bjartara brosi og pantaðu símtal! Það verður hringt í þig innan sólarhrings.