TANNHEILSUFRÍ;  FERLI MEÐFERÐAR

Hjá MAdenta köllum við þessa blöndu “tannheilsufrí”. Við getum aðstoðað við skipulagninguna, skref fyrir skref, hvort sem þú sækist eftir einfaldri tannhreinsun eða flókinni tannplantameðferð.

TENGILIÐUR OKKAR Á ÍSLANDI

RÓSA KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR

Ég er fjölskyldumanneskja og bý í Reykjavík. Ferðaþjónusta hefur lengi verið áhugasvið en ég starfaði sem leiðsögumaður í lausamennsku og aukavinnu í nokkur ár og lauk síðan BA prófi í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum vorið 2014. Frá útskrift, í þrjú sumur, rak ég ferðaþjónustu, gestastofu, veitingahús og tjaldsvæði á Suðurlandi. Undanfarin 16 ár hef ég verið, ásamt eiginmanni mínum, í eigin rekstri og fengist við fjölbreytt verkefni en fyrst og fremst á sviði stjórnenda og starfsmannaþjálfunar, námskeiðahalds og gerð gæðakerfa. Um 12 ára skeið var ég verkefnisstjóri Ungra Frumkvöðla á Íslandi – Junior Achievement sem eru alþjóðleg félagasamtök sem sinna frumkvöðlafræðslu fyrir ungt fólk á öllum skólastigum.

Hér á landi er starfsemin fyrst og fremst í framhaldskólum. Um árabil skipulagði ég ferðir íslenskra nemendahópa í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla til hinna ýmsu landa í Evrópu og var fararstjóri. Ég kynntist Ungverjalandi í gegnum ungverska vinkonu. Þangað hef ég farið í söngferðalag með kórnum mínum, baðað mig í sól og sælu við Balatonvatn, skoðað bæi og borgir, siglt á Dóná í Budapest og notið þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Ungverjaland er ríkt af menningu og menntunarstig er almennt hátt.

Ungverjar eru frumkvöðlar í heilsuferðaþjónustu og hafa frá tímum Rómverja átt vinsælar heilsulindir og baðhús enda heitt vatn í jörðu þar eins og hér. Verðlag er talsvert lægra en hér þekkist og því hefur m.a þjónusta tannlækna verið eftirsótt. Sjálf hef ég nýtt mér tannlæknaþjónustu í Budapest og fullyrði að gæði hennar eru há en verðlagning umtalsvert lægri en ég á að venjast á Íslandi. Ég mæli óhikað með tannheilsuferð til Budapest og veit að hin glæsilega Madenta tannlæknastofa mun taka mjög vel á móti Íslendingum. Ég mun með ánægju aðstoða tilvonandi viðskiptavini við bókun og skipulagningu heimsóknar til Budapest og Madenta.

GUNNAR JÓNATANSSON

Ég er frumkvöðull í mér og er leitandi að spennandi verkefnum. Madenta tannlæknastofan er sannarlega spennandi fyrir marga hluta sakir. Ég hef mjög  fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu og hef átt mjög góð samskipti við fjölbreyttan hóp vinnufélaga og viðskiptavina í gegnum tíðina. Upphaflega var ég í verktöku en söðlaði alveg um í kringum 1995 með því að taka að mér framvæmdastjórn Búseta sem ég sinnti í um 10 ár. Frá 2005 höfum við hjónin rekið saman IBT á Íslandi, sem sinnir ráðgjöf og námskeiðahaldi. Frá árinu 2014 höfum við einnig rekið fyrirtækið Orna ehf sem framleiðir og þjónustar gæðakerfi fyrir byggingariðnað og arkitekta.

Tannlækningum í Ungverjalandi kynntist ég í gegnum konuna mína. Hún þurfti á þjónustu tannlæknis að halda og sá að hún gat fengið hagkvæma lausn á sínum málum samhliða þvi að bjóða mér með í fína helgarferð til Budapest. Ferðirnar hafa orðið fleiri og mæli ég heilshugar með þvi að sameina tannlæknaheimsókn og skemmtiferð til Budapest og víðar um Ungverjaland. Ég mun með ánægju aðstoða tilvonandi viðskiptavini við bókun og skipulagningu heimsóknar til Madenta í Budapest.


SKREF 1 – HAFÐU SAMBAND

Hafðu samband í gegnum heimasíðuna eða á netfangið [email protected]. Ef þú vilt tilboð og meðferðaráætlun þarftu að senda okkur röntgenmynd, heilmynd af munni og einfalda mynd af tönnunum sem þú getur tekið á símann þinn.

SKREF 2 – MEÐFERÐARÁÆTLUN OG TILBOÐ

Tannlæknir okkar skoðar röntgenmyndina og býr til nákvæma meðferðaráætlun þar sem fram koma mikilvægar upplýsingar um allt sem í henni felst, tímalengd og fjölda heimsókna.

SKREF 3 – SKIPULÖGÐ DVÖL

Ákveðir þú að fara til tannlæknis í Ungverjalandi getum við aðstoðað við að skipuleggja ferðina.  Veldu þá daga sem henta þér best, bókaðu tíma hjá okkur, keyptu þér flugmiða og við sjáum um rest. Vinsamlega sendu okkur staðfestingu á flugmiðakaupum ( skjámynd dugar) og þá staðfestum við bókaða tíma.

SKREF 4 – KOMA TIL BUDAPEST OG DVALARSTAÐUR.

Þegar þú kemur til Budapest færðu hjá okkur fría forskoðun, ráðgjöf og kynningu á meðferðartillögu okkar.  Við aðstoðum þig við að ákveða hvort og hvenær þér hentar best að hefja meðferð. Við getum einnig aðstoðað við að bóka gistingu í gegnum samstarfshótel og íbúðir sem eru í næsta nágrenni við stofuna okkar. Þar bjóðast þér afsláttarkjör svo ekki hika við að fá leiðbeiningar eða bókunaraðstoð hjá okkur ef það hentar þér.

Gistiaðstaða

Gæða gistiaðstaða í miðborg Budapest, bæði íbúðir og hótel, er ódýr. Við getum aðstoðað við að velja og ákveða hvar þú vilt dvelja.
Við höfum samið um sérverð við eftirtalin hótel og íbúðir í næsta nágrenni við Madenta.  Ef þú ákveður að dvelja þar getum við aðstoðað við bókunina.

Samstarafshótel og íbúðir í Budapest

ROOMbach Hotel Budapest

Opnað í apríl 2014 og er gimsteinn sem hefur lífgað upp á hverfið. Er í eigu URBS Group, Accent Hotels. Hótelið er nýtískulegt og nýstárlegt 3. stjörnu hótel með 51 herbergi.  ROOmbach hótelið er staðsett í miðborg Budapest, litríkt og dýnamýskt og innréttingar einkennast af fallegum mynstrum og hönnun. Hótelið býður gesti velkomna í hverfið sem iðar af lífi og er rétt við Király Street og Madách torg.

King Apartments Budapest

King íbúðirnar eru eins-, tveggja- og þriggja herberga og eru í hjarta Budapest. Þar býðst gæðaaðstaða sambærileg við 4. stjörnu hótel á verði gistiheimilis. King íbúðirnar eru án efa besti kosturinn í Budapest hvað varðar verð og gæði.

T62 Hotel

Í sögufrægri byggingu í miðborg Budapest, var nýlega opnað Hótel T62 sem er eitt af nýjustu hótelum miðborgarinnar. Þar eru 142 herbergi, fallega hönnuð, litrík og vel búin nútíma þægindum.  Bjart og rúmgott anddyri hótelsins og barinn en innréttað og skreytt í leiftrandi “urban” stíl þar sem listaverk í anda Fridu Kahlo prýða veggi. Þetta gerir staðinn mjög nútímalegan og vinsælan að dvelja á þar sem hann stendur við iðandi mannlíf og umferð við Grand Boulevard breiðgötuna.

7Seasons Apartments

7Seasons Apartments bjóða upp á glæsilegar hótelíbúðir á frábæru verði, í miðbænum, í göngufæri við vinsælustu kennileiti borgarinnar. Markmið þeirra er að bjóða gestum sínum eftirminnilega dvöl, frábæra þjónustu og fullbúnar og rúmgóðar íbúðir, heimili að heiman! Til að dvölin verði afslöppuð og notaleg er boðin dagleg herbergisþjónusta og móttaka sem opin er allan sólarhringinn. Háhraða WI-FI er innifalið. Einnig er í boði aukaþjónusta eins og morgunverðarhlaðborð og akstur til og frá flugvelli.

SKREF 5 – Meðferðin

Ef þú ákveður að hefja meðferð eftir skoðun og kynningu þá getur hún í raun hafist hvenær sem þér hentar.  Þú munt þurfa að koma aftur til Budapest, (nema að dvöl þín sé amk 10 daga löng) til að hefja meðferðina. Þar sem þarfir viðskiptavina eru mjög misjafnar þá er mikilvægt að við staðfestum tíma með viðkomandi tannlækni og nauðsynlegan dvalartíma í borginni út frá þinni meðferðaráætlun.

SKREF 6 – Heimferð frá Budapest

Að meðferð lokinni ferðu heim aftur með nýtt og fallegt bros og endurnýjaða sjálfsmynd. Til að viðhalda ábyrgð og til að uppfylla ábyrgðarskilmála Madenta er gert ráð fyrir árlegri skoðun hjá okkur.

Upplýsingar um Budapest

Budapest er menningarstórborg. Þar er eitt af fallegustu óperuhúsum heims. Einnig eru í borginni haldnar stórar tónlistarhátíðir eins og hin fræga Sziget festival og Real European Woodstock en báðar draga þær að mikinn fjölda fólks árlega.

Hér má finna meiri upplýsingar um Budapest.

ERTU MEÐ SPURNINGAR?

Taktu fyrsta skrefið í átt að bjartara brosi og pantaðu símtal! Það verður hringt í þig innan sólarhrings.