Greiðslumöguleikar

  • Staðgreiðsla með peningum (Evrum, EUR, €) eftir hverja heimsókn er ódýrasti kosturinn fyrir viðskiptavini.
  • Greiðsla með greiðslukorti eftir hverja heimsókn, einföld og örugg aðgerð. Kjósir þú að greiða með greiðslukorti þarftu að vera búin að ganga úr skugga um að dagleg heimild þín sé næg fyrir greiðslunni. Greiðslumiðlarar okkar taka upphæðina strax út af reikningi í Evrum svo það myndast ekki gengismunur. (Athugið að Ungverjaland er ekki á evrópska efnahagssvæðinu og gjaldmiðill landins er Forinta með skammstöfunina HUF og breytilegt gengi). Vinsamlega athugið að við TÖKUM EKKI við America Express kortum heldur  aðeins Visa og Maestro.
  • Millifærsla fyrirfram ( fyrirframgreiðsla) að heiman er örugg aðgerð.

Öll okkar tilboð eru í Evrum og nákvæmlega sú upphæð sem þú ættir að millifæra af þínum reikningi yfir á okkar.

Viðbótarupplýsingar

Vinsamlega athugið að við tökum ekki við ávísunum.

Gervitennur

Þegar um er að ræða vinnu við gervitennur þarf að staðgreiða a.m.k 50% áður en meðferð hefst. Ef um millifærslu er að ræða þarf greiðsla að hafa borist áður en meðferð hefst. Það sem eftir stendur af greiðslu, greiðist við lok meðferðar með greiðslukorti eða með reiðufé.

Munnskurðaðgerð

Stundum er munnskurðaðgerð gerð undir róandi lyfjum (skammverkandi róandi lyf eins og Dormicum). Í slíkum tilfellum er greitt fyrir meðferðina áður en hún hefst. Það er vegna hagsmuna viðskiptavinar, þar sem róandi lyfið getur valdið  tímabundnum óþægindum á minni og andlegri heilsu.

Ábyrgð

Madenta býður ábyrgð til margra ára á öllum meðferðum sínum.
Hér eru frekari upplýsingar um ábyrgðaskilmála

Tannheilsufrí – þjónusta

Við bjóðum þeim sem koma í tannheilsufrí til Budapest, aukalega þjónustu til að meðferð og afþreying gangi eins vel fyrir sig og mögulegt er.

Þú getur verið viss um að við rukkum þig ekki aukalega fyrir þjónustu vegna tannheilsufrís.  Hún er innifalin í tilboði okkar sem gæti verið aðeins hærra fyrir þá viðskiptavini sem ferðast til Budapest.  Það er gert til að tryggja erlendum viðskiptavinum þann sveigjanleika sem þeir þurfa til að njóta ferðarinnar sem best. Einnig túlkaþjónustu á ýmsum tungumálum hvort sem er vegna meðferðar eða dvalarinnar í Budapest.

Þegar upp er staðið er það okkar trú að verðið og sveigjanleikinn sem við bjóðum okkar erlendu viðskiptavinum spari bæði tíma og peninga. Við leggjum okkur fram um að tannheilsufríið gangi eins vel og lagt var upp með.

Pantaðu núna!

Ertu með spurningar?