Budapest er ein stærsta og mest spennandi borg í mið- og austur Evrópu. Á meðal vinsælustu áfangastaða borgarinnar eru án efa hin heimsþekktu jarðhitaböð. Þó svo að höfuðborgin Budapest hafi aðeins í 80 ár verið þekkt sem “Spa borgin” þá uppgötvuðu Rómverjar þessar einstöku náttúruauðlindir hennar fyrir rúmlega 2000 árum. Heimildir herma að 14 heilsulindir og böð hafi verið í borginni á þeim tíma og enn í dag má sjá minjar í Óbuda um amk eina þeirra.

Nokkrar ástæður til að elska Budapest

GÆÐI ÞJÓNUSTU

Ungverskir lækna og tannlæknaháskólar eru vel þekktir um alla Evrópu fyrir öflugt vísindastarf og gæði menntunar. Þessvegna kýs stór hópur erlendra námsmanna að sækja nám í læknavísindum til Budapest og annara ungverskra borga. Hár menntunarstaðall tryggir þér bestu lækna, tækni og meðferðarúrræði á einkareknum stofum. Auk tannlækninga er hægt að fá t.d. þjónustu augnlækna á mjög góðu verði í Ungverjalandi.

SLÖKUN Í JARÐHITABAÐI

Einstök jarðgæði gera það að verkum að Budapest lúrir á gnótt jarðhitavatns.  Hvort sem þú er reyndur spa unnandi eða byrjandi þá muntu heillast af sögufrægum jarðböðum Budapest. Menning jarðbaðanna spannar frá tímum Rómverja og það er margt hægt að sjá og upplifa í hinu upprunalega tyrkneska baðhúsi (Rudas) sem og því frá tímum ný-Barroks (Széchenyi) og Art Nouveau meistaraverkinu (Gellért). Þess utan eru þessar heilsulindir frábærir staðir til að slaka á, eftir skoðunar og verslunarferð um borgina.

MATARUPPLIFUN

Ungverjar er frægir fyrir matargerð og Budapest er frábær staður fyrir þá sem elska góðan mat. Hvort sem er á matarmarkaðnum Central Market Hall eða á verðlaunuðum veitingahúsum, það finna allir eitthvað við sitt hæfi. Ferðalag til höfuðborgar Ungverjalands er hægt að fullkomna t.d með smökkun á dýrindis ungverskum vínum.

Pantaðu núna!

Ertu með spurningar?