Tannplantar eru titanium skrúfur sem festar eru í kjálkabein og virka eins og tannrót. Á þeim er skrúfgangur sem er skrúfaður inn í beinið eða þær eru festar með tengi. Það tekur 3-6 mánuði fyrir kjálkabeinið að gróa utan um skrúfuna svo hún verði nægilega stöðug til að halda tönn. Tannplanti er gerfitannrót sem með aðgerð er komið fyrir í kjálkabeini. Slíkar aðgerðir hafa verið gerðar með góðum árangri um langan tíma. Tannplanti er “-“að mestu búinn til úr titanium sem hefur reynst vel við að græða saman beinvef og tannplanta. Ekki hefur verið sýnt fram á að tannplantar hafi neikvæð áhrif á líffræðilega virkni.

Framkvæmd

 1. Tannplanti: Notast er við staðdeyfingu og skorið er í góminn þar sem tannplanti á að vera.  Boruð er hola í tannbeinið, tannplanta komið fyrir og gómur saumaður saman.  Sauma þarf að fjarlægja eftir u.þ.b. 7 daga
 2. Það tekur 3-6 mánuði fyrir beinið að gróa. Í einstaka tilfellum er hægt að koma fyrir krónu á tannplanta strax.
 3. Festing í góm: Rist er í góm og skrúfu komið fyrir í tannplanta.
 4. Uppbygging: Skrúfu er skipt út fyrir tengi og mót tekið. Tannsmiður smíðar krónu samkvæmt móti.
 5. Króna eða brú er fest við tannplanta.

Þurfi sjúklingur á beinuppbyggingu að halda gæti þurft aðra heimsókn til tannlæknis.  Tannplantar eru framleiddir úr titanium sem er skaðlaust líkamanum. Þegar tannplanti hefur að fullu gróið við beinið og sjúklingur er heilsuhraustur, ætti hann að endast fyrir lífstíð.  Við veitum lífstíðarábyrgð á tannplöntum (þó ekki á hvernig þeir gróa við bein/ osseointegration)

Fyrir hverja eru tannplantar?

Alla sem geta viðhaldið hreinlæti í munni og engir áhættuþættir eru fyrir hendi. Hlutfall vel heppnaðrar aðlögunar að beini er 97%. Nokkrir þættir geta haft áhrif á hversu vel tekst til; Reykingar, beinþynning, sykursýki og alvarlegir hjartasjúkdómar auka líkur á að innsetning tannplanta mistakist.  Sjúklingum undir 18 ára og barnshafandi konum er ekki ráðlagt að gangast undir tannplantaaðgerð.

Hverskonar tannplantar eru fáanlegir?

Á tannlæknastofu okkar notum við  nokkrar mismunandi tegundir af tannlpöntum. Tannlæknirinn mun hjálpa þér að finna það sem hentar þér best. Fyrst er vandlega skoðað hvort vandkvæði tengd tönnum eða gómi séu til staðar, til að tryggja fullkominn árangur aðgerðar.

Hvar er hægt að gera í þeim tilfellum sem bein eru ekki nægilega stór

Ef bein hentar ekki fyrir tannplanta er hægt að byggja það upp eða búa til gerfibein. Til þess að hægt sé að setja inn tannplanta þarf bein að vera amk 6*5*10 kubic mm. Sé ekki nægilega stórt bein til staðar er beinið stækkað með dauðhreinsuðum gerfiefnum, eða með flutningi á beini annarsstaðar frá úr líkamanum. Algeng aðferð er sinus-lyfting. Er þá beini komið fyrir aftarlega í efri kjálka undir kinnholu. Hvort hægt er að gera hvorutveggja samtímis, stækka bein og setja inn tannplanta, ræðst af beinabyggingu sjúklings og tekur skurðlæknir ákvörðun um það.  Sé um að ræða mjög takmarkað bein verður að byggja það upp fyrst og koma síðan tannplanta fyrir 6-8 mánuðum síðar.

Eftirmeðferð

Þegar búið er að koma fyrri tanngerfi þarf að sinna hreinlæti í munni mjög vel. Eftirskoðun hjá tannlækni er mikilvæg sem og röntgenmyndataka til þess að ganga úr skugga um að allt sé eins og það á að vera. Hægt er að fá tannhreinsun ef þörf er. Til þess að ná sem bestum árangri er mikilvægt að sinna tannhreinsun vel og mæta í reglulega skoðun hjá tannlækni.

FAQ – Algengar spurningar um tannplanta

 • Eru einhverjir ókostir við tannplanta?

  Eins og í öllum aðgerðum, stórum eða smáum er hætta á sýkingu, bólgum og sársauka.  Tannlæknirinn mun ræða við þig um hvernig er best að meðhöndla það í þínu tilfelli. Sé ekki nægilega mikið bein til að setja tannplanta í, þarf að græða eða byggja um bein í gómnum sem getur haft í för með sér aukin kostnað. Sú fjárfesting getur vel borgað sig til langs tíma litið.

 • Hver er árangur við ísetningu tannplanta?

  Fyrir hrausta manneskju sem sinnir vel tannumhirðu gengur ísetning tannplanta mjög vel í um eða yfir 90-95% tilfella.

 • Endast tannplantar?

  Ólíkt náttúrulegum tönnum eru tannplantar ekki útsettir fyrir tannskemmdum eins og holum ofl. Meginatriðið til að ná góðri endingu er að viðhalda góðum og heilbrigðum gómi.  Vönduð tannhirða heima fyrir og reglulegt eftirlit og hreinsun hjá sérfræðingi eru mikilvægir þættir í að viðhalda tannplöntum. Fólk er misjafnt og árangur hvers og eins byggist  á góðri greiningu og skipulagi meðferðar, sjúkrasögu ásamt ýmsum öðrum þáttum.

 • Er hægt að breyta gervitönnum í tannplanta?

  Ekki er hægt að breyta gervitönnum í tannplanta.  Tannplantar eru skrúfur úr málmi sem festar eru í kjálkabein sem festa fyrir gervitennur. Það gæti verið hægt að setja tannplanta undir gamlar gervitennur til að gera þær stöðugri.  Það er aðeins hægt séu þær í fullkomnu lagi.

 • Er hægt að taka út úr sér tannplanta eins og gervitennur eða eru þeir fastir?

  Nei, tannplantar eru mjög vel fastir við bein svo það er hægt að skipta um tennur á þeim eftir þörfum til að útlit og virkni sé alltaf sem eðlilegust.

 • Hvað er til ráða ef tannplantar leysa ekki mín vandamál?

  Tannplantar eru líklega ein besta aðferð við að meðhöndla tannleysi. Fyrir vel þjálfaða tannplantasérfræðinga er ekkert ómögulegt.  Tannplantameðferð hentar langstærstum hópi fólks sem glímir við tannleysi. Hinsvegar eru þess dæmi í undantekningartilfellum að tannplantar virki ekki! Almennt eru vandamálin tengd tannhreinsun, sérstökum lífærafræðilegum ástæðum eða ákveðnum krónískum sjúkdómum. Fólk gæti einnig forðast að fá tannplanta af fjárhagslegum ástæðum eða af hræðslu við flókna aðgerð.

  Ef eitthvað af þessu á við um þig, ekki örvænta! Hægt er að leysa málin með öðrum hætti. Nútíma tannlækningar eiga fjölbreytt svör við tannleysi, allt frá einföldum og ódýrum til meira krefjandi lausna.  Það eru ýmsir möguleikar í boði. Við bjóðum postulíns-málm og sirkon brýr, blönduð eða heil tanngervi.

Pantaðu núna!

Ertu með spurningar?