Teymið okkar

Gott viðmót við viðskiptavini og reyndir tannlæknar ogtannhreinsunarsérfræðingar Madenta tryggja að þú njótir þjónustu í hæstagæðaflokki.  Tannlæknar okkar eru sérhæfðir á öllum sviðum tannlækninga,m.a. tann-fegrunaraðgerðum, gerð tannplanta, skurðaðgerðum, tannsmíðiog barnatannlækningum.  Vegna fjölda sjúklinga og meðferða, strangrakrafna um þjálfun og öflugs gæðaeftirlits tryggjum við ávallt nýjustumeðferðarúræði.  Það skiptir ekki máli hversu flókna þjónustu þú þarft, þúert í góðum höndum hjá okkur!

Til að tryggja góða þjónustu vaxandi hópi erlendra viðskiptavina, erum við með frábæra þjónustufulltrúa sem tala fjölmörg tungumál (-ensku, frönsku, þýsku, dönsku, ítölsku ofl.). Við hjálpum þér að skipuleggja alla þætti heimsóknar þinnar til Madenta og Budapest svo tannheilsuferðin verði eins auðveld og þægileg og kostur er. Madenta leggur áherslu á fullkomna tannlæknaþjónustu. Til að svo geti orðið höfum við sett niður fyrir okkur þokkra þætti til að fullnægja kröfum viðskiptavina.

Í FARARBRODDI TIL FRAMTÍÐAR

 Höfuðborg Ungverjalands er á fallegum stað og þar er að finna magnaða byggingarlist. Einnig er hún ákjósanlegur áfangastaður þeirra sem sækjast eftir tannlækningum. Ungverskir lækna- og tannlækna-háskólar eru þekktir um alla Evrópu fyrir starf í þágu vísindanna og hátt menntunarstig.  Vel menntaðir læknar tryggja þér nýjustu meðferðamöguleika við bestu aðstæður. Við skiljum vel að það getur verið erfið ákvörðun að sækja flókna tannlæknaþjónustu í fjarlægu landi og að margar spurningar vakni. Hversu langan tíma mun meðferðin taka? Hversu oft þarf ég að fara til Budapest? Er tannlæknastofan góð og tannlæknarnir traustsins verðir? Hvernig get ég verið viss um að það bætist ekki við óvæntur kostnaður eða annað sem kemur á óvart?

Þetta eru eðlilegar spurningar og þess vegna leggjum við áherslu á að þú fáir skýr svör við þeim hjá fulltrúa okkar á Íslandi sem upplýsir þig um allt sem þú þarft og vilt vita til þess að taka upplýsta ákvörðun.

Hvað gerir okkur öðruvísi en hina?

  • Öll þjónusta er á sama stað og tímaúthlutanir eru sömu daga hjá mismunandi sérfræðingum.
  • Tannheilsuferðapakkarnir okkar innihalda ýmiskonar aukaþjónustu eins og ókeypis ráðgjöf, ókeypis röntgenmyndatökur, ókeypis meðferðaráætlun og ókeypis ferðir til og frá flugvelli.
  • Við gætum þess að gefa skýr og nákvæm skilaboð varðandi meðferðir og verð. Hjá Madenta mun enginn falinn kostnaður fara inn á reikninginn.
  • Við vinnum með allra nýjustu tækni (-vörumerki KAVO lækningatæki, CB-CT sneiðmyndatæki, almennar svæfingar, Arcus Digma tann/kjálkaréttinga búnað, 3D prentuð stoðtæki, Nobel Biocare og Alpha Bio tannplannta kerfi osvfrv.).
  • Við gerum okkar allra besta fyrir viðskiptavini okkar:  Við trúum því að það að sinna vel þörfum hvers einstaklings og að gagnkvæmur trúnaður sé á milli læknis og sjúklings, séu allra mikilvægastu þættir þjónustu okkar.
  • Við bjóðum viðskiptavini velkomna á vel hannaða og fallega stofu okkar miðsvæðis í hjarta Budapest, aðeins steinsnar frá helstu og vinsælustu kennileitum borgarinnar. Fallega höfuðborgin okkar hefur verið útnefnd önnur besta borg heims af hinu virta ferðatímiriti Condé Nast Traveler.
Pantaðu núna!

Ertu með spurningar?