Uppbygging í munnholi vegna tannholdssjúkdóms – All-on-4® með hliðarskrefi skilaði 100% árangri!

Verkefnið sem þurfti að leysa

Tannholdsssýking byrjar í tannholdinu og getur, ef hún er ekki meðhöndluð, skaðað vefi og bein sem styðja við tennurnar, og leitt til tannmissis. Þetta er  algeng sýking sem hefur áhrif á marga fullorðna um allan heim. Því miður leita sjúklingar oft of seint að meðferð.

Við fengum nýlega 64 ára gamlan viðskiptavin í meðferð sem var  með alvarlegan tannholdssjúkdóm. Tönnum hans var ekki við bjargandi og þær því fjarlægðar, sem krafðist allsherjar endurgerðar í efri og neðri gómi. Við kynntum honum meðferðarúrræðin og valdi hann All-on-4® meðferðina sem hefur verið notuð með góðum árangri í yfir 25 ár.
Þessi meðferð notast aðeins við fjóra tannplanta í hvorn kjálka og þarf sjaldnast beinígræðslu. Venjulega gerir hún kleift að setja inn fastar, bráðabirgða tennur á meðan gróandi á sér stað, en þetta tilfelli var frábrugðið, eins og við komum að.

Lausnin

Í einni aðgerð fjarlægðum við tennurnar og settum fjóra Nobel Biocare tannplanta í neðri kjálkann. Vegna alvarlegrar bólgu var ekki hægt að setja tannplanta í efri góm strax. Nokkrum dögum síðar fékk viðskiptavinurinn fastan bráðabirgðagóm á tannplanta í neðri gómi. Í efri gómi var, til að byrja með, aðeins hægt að setja lausan tanngóm.
Viðskiptavinurinn kom aftur á stofuna fjórum mánuðum síðar. Á þeim tíma höfðu neðri tannplantarnir gróið fullkomlega við beinið, sem gerði okkur kleift að festa, án nokkura vandkvæða, varanlega góminn á þá. Við settum einnig fjóra Nobel Biocare tannplanta  í efri kjálkann. Þeir voru hins vegar ekki nógu stöðugir í mjúku beini sem var afleiðing af bólgu. Vegna þess var ákveðið nota áfram lausa góminn í stað þess að festa bráðabirgðagóminn. Lausi gómurinn var fóðraður og lagaður til að passa betur.
Innan nokkurra mánaða höfðu tannplantarnir gróið fullkomlega og náð nauðsynlegum styrk. Það gerði okkur kleift að setja inn varanlegan All-on-4® góm, sem markaði lok árangursríkrar meðferðar við að endurnýja allar tennur.

Árangurinn

All-on-4® meðferðin varð til þess að nú getur viðskiptavinurinn notið betra lífs. Endurgerð tanna sem virka vel og hafa náttúrulegt útlit gerði honum kleift að njóta þess að borða góðan mat, brosa óhindrað og fullur sjálfstraust. Með réttri tannumhirðu mun hann líklega aðeins þurfa að heimsækja tannlækni í framtíðinni vegna eftirlits og tannhreinsunur.

Pantaðu núna!

Ertu með spurningar?