All-on-4: Nýjar fastar tennur á 48 tímum

Verkefnið sem þurfti að leysa

Skjólstæðingurinn, 56 ára gamall var með þrálát tannholdsvandamál sem urðu til þess að tennur losnuðu. Það hafði áhrif á bæði virkni og útlit. Ekki var mögulegt að snúa við þróun tannholds vandans og því ekki hægt að bjarga upprunalegum tönnum. Út frá þeirri forsendu voru meðferðarmöguleikar ræddir við skjólstæðinginn.

Lausnin

Til að fá fastar og endingargóðar tennur og losna við áskoranir tengdar lausum gómum, ákvað skjólstæðingurinn að fá All-on-4 meðferð. Dávid Farkas allar tennur og kom fyrir 4 tannplöntum í hvorum gómi. Að tveimur dögum liðnum frá aðgerð kom Dr. Fruzsina Erdély fyrir sérsmíðuðum bráðabirgða tannbrúm á tannplantana. Að sex mánuðum liðnum,er tannholdið var vel gróið, fékk skjólstæðingurinn fyrsta flokks tanngervi úr hágæða sirkóníum efni og lauk þar með meðferðinni.

Útkoman

Bros skjólstæðings okkar var endurnýjað í aðeins þremur heimsóknum hans til okkar á sama árinu. Bráðabirgða tanngervið hafði strax mjög jákvæð áhrif, bæði á brosið, vellíðan innan um fólk og ekki síst á getuna til að borða. Lokaútkoman, sirkóníum brúin er falleg og eðlileg í útliti og bæði stöðug og endingargóð.

Ég fann aftur gleðina við að brosa, vera innan um fólk og njóta þess að borða minn uppáhalds mat. Sársaukinn, skömmin og áskoranirnar vegna fyrri tannvandamála eru nú að mestu gleymdar og grafnar en minna á hvað hægt er að gera með meðferð á borð við All-on-4 hjá Madenta.

Pantaðu núna!

Ertu með spurningar?