Endurnýjun á tönnum í efri og neðri góm með All-on-4® meðferð á aðeins  7 mánuðum

Verkefnið sem þurfti að leysa

Viðskiptavinur okkar, 71 árs kona, óskaði eftir að fá nýjar tennur. Aðeins fáar upprunalegar framtennur voru eftir í neðri gómi, jaxlar farnir en ásmellt tanngervi hafði verið notað sitthvoru megin. Í efri gómi voru engar tennur en notast við laust tanngervi. Sú lausn var óþægileg og alls ekki sú ákjósanlegasta. Viðskiptavinurinn óskaði eftir að fá fastar tennur á sem skemmstum tíma og því mæltum við  með All-on-4® heilgóma meðferð.

Lausnin

Í efri góm voru settir fjórir Nobel Biocare tannplantar en þar voru engar tennur fyrir. Fjarlægðar voru ónýtar tennur úr neðri gómi og í sömu aðgerð var tannplöntum komið fyrir. Innan nokkurra daga fékk viðskiptavinurinn fasta bráðabirgðagóma á bæði efri og neðri góm. Þeir líta vel út og nýtast vel til að nærast ef farið er varlega. Eftir að viðskiptavinurinn var búin að jafna sig og gróa fékk hann fasta, sérsmíðaða góma með sirkóníum tönnum og voru þeir festir á fjóra tannplanta í hvorum gómi.

Árangurinn

Meðferðin var framkvæmd í tveimur áföngum: Í fyrri áfangavoru tannúrtökur, tannplantar settir upp og tímabundnir gómar festir á. Í seinni áfanga voru varanlegir gómar smíðaðir og festir. Allt ferlið tók aðeins sjö mánuði. All-on-4® gómarnir úr sirkóníum veittu stöðuga, fallega og náttúrulega útlítandi lausn. Viðskiptavinurinn fór frá okkur fullkomlega sáttur, með endurheimt bros og laus við þær takmarkanir sem fylgja lausum gervitönnum.

Pantaðu núna!

Ertu með spurningar?