Hagkvæm uppbygging allra tanna með smellugóm á tannplanta
Verkefnið sem þurfti að leysa
Viðskiptavinurinn, sem er 67 ára, hafði notað hefðbundnar gervitennur í efri kjálka eftir að hafa misst allar þær tennur. Tennur í neðri gómi höfðu skemmst vegna langvarandi tannholdssýkingar og því þurfti að fjarlægja þær. Með takmörkuð fjárráð, þurfti að finna góða og hagkvæma lausn.
Fyrir neðri góm, mæltum við með heilgómi sem er smellt á fjóra implanta. Gómurinn er styrktur með þunnum málmboga sem veitir enn betri stuðning og er mun betri en hefðbundinn laus gómur. Gómurinn er hannaður með það að markmiði að hafa lágmarksáhrif á tal og bragðskyn og venjast fljótt. Viðhaldið er einfalt og felur í sér að losa góminn tvisvar á dag til hreinsunar.
Af fjárhagsástæðum var aðeins farið í að leysa vandann í neðri gómi að þessu sinni og sá efri látinn vera óbreyttur.
Lausnin
Eftir að hafa fjarlægt skemmdar tennur í neðri gómi var búinn til bráðabirgðagómur fyrir viðskiptavininn. Eftir að viðkomandi hafði jafnað sig á tannúrdrætti var fjórum tannplöntum komið fyrir í neðri gómi. Eftir að að hafa jafnað sig öðru sinni kom viðskiptavinurinn á ný og þá hófst smíði á sérsniðnum gómi. Efri gómurinn var einnig sendur til tannsmiðs til að laga útlit hans, lögun og stöðuleika.
Árangurinn
Viðskiptavinurinn þurfti þrjár heimsóknir yfir ellefu mánaða tímabil. Við buðum upp á lausn sem tók tillit til tannheilsu og fjárhagslegrar getu hans.Eftir að smíði á neðri góm lauk og aðlögun þess efri, sneri viðskiptavinurinn heim, ánægður með árangurinn.