Heildarmeðferð á efri og neðri gómum með All-on-4® á 10 mánuðum

Verkefnið sem þurfti að leysa

Sjötugur karlmaður kom til okkar með talsvert flókið tannheilsu vandamál. Hann hafði nýlega gengist undir tannplantaaðgerð í efri gómi hjá annarri tannlæknastofu. Því miður var aðgerðin ekki vel framkvæmd, tannplantarnir ranglega staðsettir svo nauðsynlegt var að fjarlægja þá. Auk þess voru upprunalegar tennur mannsins í neðri gómi lausar og ónothæfar vegna tannholdsbólgu og varð því miður ekki bjargað. Við mæltum með All-on-4® tannplantameðferð til að byggja upp allar tennur og samþykkti hann meðferðina.

Lausnin

Með skurðaðgerð voru hinir ranglega staðsettu tannplantar fjarlægðir ásamt hans eigin ónothæfu tönnum. Þá var strax komið fyrir fjórum Nobel Biocare tannplöntum í neðri gómi. Innan örfárra daga fékk viðskiptavinurinn fasta bráðabirgðabrú í neðri góm og lausan gervitanngóm fyrir efri góm til að nota á meðan hann jafnaði sig eftir aðgerðina.
Í annarri heimsókn hans til okkar var fjórum Nobel Biocare tannplöntum komið fyrir í efri gómi. Tveimur dögum síðar var bráðagirgða tanngervi komið fyrir á þessa tannplanta. Að nokkrum mánuðum liðnum kom viðskiptavinurinn í sína þriðju heimsókn til okkar. Eftir aðeins 10 mánuði frá fyrstu ráðgjöf hjá Madenta fékk hann varanlegar All-on-4® brýr með sirkóníum tönnum í bæði efri og neðri gómi. Einstakir eiginleikar sirkóníum efnisins henta fullkomlega fyrir uppbygginga tanna í bæði efri og neðri gómi.

Árangurinn

Á aðeins 10 mánuðum undirgekkst viðskiptavinur okkar magnaða umbreytingu og þar með gull fallegt bros með All-on-4® meðferðinni. Héðan í frá nýtur hann þess að hafa stöðugar,vel virkandi og fallegar tennur og um leið fallegt bros.

Pantaðu núna!

Ertu með spurningar?