Smellugómar. Tanngómar sem er smellt á tannplanta án beinuppbyggingar

Verkefnið sem þurfti að leysa

Viðskiptavinurinn, sem er 72 ára, missti allar sínar tennur fyrir alllöngu síðan og hefur verið með lausa góma sem hafa slitnað og kominn var tími á að endurnýja.
All-on-4® meðferðin sem er almennt mjög góð í sambærilegum tilfellum hentaði þó ekki í þessu tilfelli. Þess vegna ráðlögðum við ekki All-on-4® meðferðina.
Þar sem viðskiptavinurinn vildi ekki beinuppbyggingu, hentaði ekki að fara í hefðbundna tannplantaaðgerð.
Vegna þess hversu beinþynning var mikil voru ekki margar leiðir færar til að leysa vandann. Besta lausnin í þessu tilfelli var smellugómur sem er kallaður Click Prothesis á ensku. Það er önnur smíði en Over-denture sem er oftar notuð.

Lausnin

Við ráðlögðum því viðskiptavininum að fá smellugóm, Click Prothesis, fyrir tennur í neðri gómi. Tannplantar eru tengdir saman og á tengið er gómnum smellt og er þá fastur. Auðvelt er að hreinsa og viðhalda slíkum gómi þar sem honum er smellt af á einfaldan hátt. Venjulega þarf 2-4 tannplanta (oftast 4) til að halda gómi stöðugum og ná fram góðri virkni. Nægilega traust bein var í neðri gómi til að koma þar fyrir 4 tannplöntum. Í samanburði við lausa góma þá eru smellugómar miklu þægilegri, stöðugri og brosið verður eðlilegra. Það þarf að taka góminn úr munninum daglega til að hreinsa hann, það er auðvelt að læra og gera. Fastar gervitennur þarf að hreinsa eins og um náttúrulegar tennur sé að ræða.
Til að byrja með var fjórum tannplöntum komið fyrir í neðri gómi til að festa smellugóminn á. Eftir að allt var gróið, settum við festingar á tannplantana og festum þannig sérsniðinn tanngóminn.
Tannbein í efri gómi reyndist ekki nógu sterkt fyrir tannplanta svo við tókum þann kost að notast við hefðbundinn lausan gervitanngóm.

Árangurinn

Meðferðin tók 7 mánuði og viðskiptavinurinn kom í þrjár heimsóknir. Viðskiptavinurinn fékk fastan neðri góm á hagstæðu verði, án beinuppbyggingar. Einnig sérhannaðan lausan efri góm. Báðir gómarnir eru fallegir og þægilegir fyrir viðskiptavininn. Hann var mjög ánægður með árangurinn.

Pantaðu núna!

Ertu með spurningar?