Tannleysi  og útlitslegur vandi – Heildaruppbygging á tönnum með tannplöntum og zirkónium brúm

Verkefnið sem þurfti að leysa

Það vantaði fjölmargar tennur í viðskiptavininn og þær sem eftir voru litu ansi illa út, sérstaklega framtennur. Verulega slök tannheilsa hafði mikil áhrif á lífsgæði viðskiptavinarins.

Lausnin

Af fjárhagslegum ástæðum kaus viðskiptavinurinn að fá bæði brúar- og tannplantalausn.
Við settum tvo tannplanta sitthvoru megin í efri góm. Eftir að þeir voru grónir, voru settar brýr á þá   og að loknu bataferli voru festar brýr við tannplantana til að fylla upp í þar sem enn vantaði tennur.  Að auki var sett brú í stað framtanna sem voru fjarlægðar.
Eftir að hafa fjarlægt þær tennur sem ekki var hægt að bjarga og gómurinn gróinn, var sett zirkóníum brú yfir allan neðri góm. Á meðan unnið var að viðgerð notaði viðskiptavinurinn gervitanngóm.

Árangurinn

Eftir að hafa lokið meðferð í aðeins tveimur heimsóknum til Búdapest á sjö mánuðum nýtur viðskiptavinurinn nú þess að vera með fallegar og náttúrulega útlítandi tennur. Þessi tannviðgerð hefur haft veruleg áhrif á sjálfstraust hans, sjálfsmynd og almenna líðan.



Pantaðu núna!

Ertu með spurningar?