Vantar tennur, slitnar tennur, amalgam fyllingar – Tannviðgerðir með sirconium brúm og krónum

Verkefnið sem þurfti að leysa

Viðskiptavinur okkar sem var 56 ára gamall, hafði misst mikið af tönnum í efri gómi sem hafði áhrif á bit og bros og olli margvíslegum vanda. Þær tennur hans sem eftir voru reyndust mjög skemmdar eftir langvarandi gníst tanna í svefni.  Auk þess var bil á milli tanna í jaxlasvæði neðri góms og gamlar amalgam fyllingar sem þurfti að skipta út. Viðskiptavinurinn óskaði eftir vandaðri lausn sem væri laus við málma, væri endingargóð og liti vel út.

Lausnin

Við framkvæmdum tanndrátt og beinuppbyggingu í efri gómi og komum fyrir tveimur tannplöntum. Eftir bataferli fékk viðskiptavinurinn fallega og endingargóða sirconium brú sem var fest við bæði tannplantana og hans eigin tennur. Brú var einnig sett þar sem tönn var fjarlægð úr neðri gómi. Auk þess voru fjarlægðar amalgam fyllingar og settar krónur þar sem þess þurfti.

Árangurinn

Öll meðferðin tók aðeins þrjár heimsóknir á 14 mánaða tímabili. Viðskiptavinurinn var yfir sig ánægður með útlit og náttúrulega tilfinningu nýju tannanna og fór heim hæstánægður.
Til að viðhalda árangrinum ráðlögðum við honum að nota næturgóm reglulega, en við mælum með því fyrir alla viðskiptavini okkar sem gnýsta tönnum.

Pantaðu núna!

Ertu með spurningar?